Farvegur Jökulsár, sig norðan við mitt Kelduhverfið og Sandinn, krapastífla, flóð og mögulegar varnir.
Málsnúmer 202301025
Vakta málsnúmerOrkuveita Húsavíkur ohf - 240. fundur - 09.02.2023
Fulltrúar Hitaveitu Öxafjarðarhéraðs komu á fundinn til að upplýsa stjórn OH um áhyggjur af krapastíflum í Jökulsá á Fjöllum sem gæti meðal annars valdið tjóni á landi, borholum, lögnum og öðrum búnaði.
Byggðarráð Norðurþings - 421. fundur - 23.02.2023
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá fundi Orkuveitu Húsavíkur frá 9. febrúar sl. Á fund byggðarráðs mætti rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur og fer yfir málið.
Byggðarráð þakkar rekstrarstjóra Orkuveitu Húsavíkur fyrir komuna á fundinn og felur sveitarstjóra að kanna mögulegar varnir í samráði við aðra hagsmunaaðila.
Byggðarráð vísar málinu til umræðu í Hverfisráði Kelduhverfis og Öxafjarðar.
Byggðarráð vísar málinu til umræðu í Hverfisráði Kelduhverfis og Öxafjarðar.
Stjórn OH telur mikilvægt að frekari umræður þurfi að eiga sér stað hjá landeigendum og öðrum hagsmunaraðilum.