Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

240. fundur 09. febrúar 2023 kl. 13:00 - 15:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Valdimar Halldórsson
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson
Starfsmenn
  • Benedikt Þór Jakobsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Benedikt Þór Jakobsson Rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur
Dagskrá

1.Framtíðar húsnæðiskostur viðhaldsdeildar Orkuveitu Húsavíkur

Málsnúmer 202301054Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur rekur húsnæði á þremur stöðum á Húsavík og liggur fyrir að skoða þurfi hvort hægt sé að hagræða í húsakostum félagsins.
Stjórn Orkuveitu samþykkir að fela rekstrarstjóra að kanna möguleika á að flytja viðhaldsdeild í húsnæði OH að Víðimóum. Í því felst að kostnaðarmeta breytingar og annað sem þarf að gera til að húsnæðið uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til starfseminnar. Jafnframt er rekstrarstjóra falið að selja tæki og búnað í Orkustöð sem ekki nýtist í núverandi starfsemi OH.

2.Samningur vegna skoteldasýninga á Húsavík

Málsnúmer 202301058Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn liggur samningur Norðurþings, Orkuveitu Húsavíkur og Kiwanisklúbbs Skjálfanda vegna skoteldasýningu á Húsavík og jól og áramót.

Á 140. fundi fjölskuylduráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað um málið:
Halldór fyrir hönd V-lista og Rebekka fyrir hönd S-lista leggja fram eftirfarandi tillögu;
Að samningur Norðurþings, OH og Kiwanis klúbbsins Skjálfanda vegna skoteldasýninga verði gerður til eins árs og Norðurþing klári vinnu við umhverfisstefnu Norðurþings á árinu 2023.
Tillaga er samþykkt með atkvæðum Rebekku, Halldórs og Helenu.
Bylgja og Hanna Jóna greiða atkvæði gegn tillögunni.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir samninginn og að hann verði gerður til eins árs í stað þriggja í samræmi við bókun fjölskylduráðs Norðurþings.

Eysteinn Heiðar Kristjánsson og Sigurgeir Höskuldsson leggja fram bókun:
Kiwanisklúbburinn Skjálfandi hefur um árabil staðið fyrir flugeldasýningu á áramótum og á þrettándanum í samstarfi við Norðurþing (NÞ) og Orkuveitu Húsavíkur (OH). NÞ og OH hafa lagt til fjármuni upp í efniskaup en Skjálfandi leggur til í efniskaup ásamt því að setja flugeldasýningarnar upp í sjálfboðavinnu. Sýningarnar eru hluti af því að bjóða upp á öflugt menningarlíf í sveitarfélaginu og auðga mannlífið. Þörf er á að endurnýja skotbúnað eftir tjón sem á honum varð við síðustu sýningu og hafa forsvarsmenn Skjálfanda vakið athygli á því að samningur til 1 árs vekji upp spurningar hvort sú endurnýjun borgi sig, því teljum við það heppilegra að semja til 3 ára til að skapa ekki óþarfa óvissu um verkefnið á meðan unnið er að umhverfisstefnu Norðurþings.

3.Graskögglaverksmiðja við Húsavík

Málsnúmer 202301001Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur beiðni frá forsvarsmönnum verkefnisins um afnot af heitu vatni fyrir tilraunarframleiðslu á graskögglum.
Orkuveita Húsavíkur frestar ákvörðun. Rekstrarstjóra er falið að afla frekari gagna.

4.Ávöxtun og varsla lausafjár Orkuveitu Húsavíkur

Málsnúmer 202301091Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn liggur til umræðu ávöxtunarleiðir og varsla lausafjárs Orkuveitu Húsavíkur.
Rekstrarstjóra í samráði við fjármálastjóra er falið að skoða leiðir sem eru í boði og kynna fyrir stjórn.

5.Umboð vegna aðalfunda aðildafélaga

Málsnúmer 202202085Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að veita stjórnarformanni og rekstrarstjóra að fara með umboð OH á aðalfundum í félögum sem OH á hlutdeild í.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur veitir stjórnarformanni og rekstrarstjóra umboð félagsins á aðalfundum í félögum sem Orkuveitan á hlutdeild í.

6.Samanburður á orkukostnaði heimila árið 2022

Málsnúmer 202302013Vakta málsnúmer

Byggðarstofnun gaf nýverið út skýrslu um samanburð á orkuskostnaði heimila árið 2022. Skýrslan liggur fyrir stjórn til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

7.Farvegur Jökulsár, sig norðan við mitt Kelduhverfið og Sandinn, krapastífla, flóð og mögulegar varnir.

Málsnúmer 202301025Vakta málsnúmer

Fulltrúar Hitaveitu Öxafjarðarhéraðs komu á fundinn til að upplýsa stjórn OH um áhyggjur af krapastíflum í Jökulsá á Fjöllum sem gæti meðal annars valdið tjóni á landi, borholum, lögnum og öðrum búnaði.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur þakkar Kristjáni Halldórssyni og Gunnþóru Jónsdóttur frá Hitaveitu Öxafjarðarhéraðs fyrir góða kynningu. Stjórn Orkuveitu Húsavíkur tekur undir áhyggjur af því tjóni sem getur hlotist af flóðum í Jökulsá á Fjöllum.

Stjórn OH telur mikilvægt að frekari umræður þurfi að eiga sér stað hjá landeigendum og öðrum hagsmunaraðilum.

8.Kynning rekstrarstjóra á stöðu mála

Málsnúmer 202208057Vakta málsnúmer

Rekstrarstjóri fer yfir stöðu mála.
Rekstrarstjóri fór yfir stöðu helstu verkefna.

Fundi slitið - kl. 15:30.