Húsnæði fyrir Frístund - tillaga minnihlutans
Málsnúmer 202302004
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 141. fundur - 07.02.2023
Tillaga Ingibjargar Benediktsdóttur, Ingibjargar Hönnu Sigurðardóttur og Rebekku Ásgeirsdóttur vegna húsnæðis frístundar.
Tillagan er eftirfarandi:
Lagt er til að skoðað verði að byggja frístundarhús við Borgarhólsskóla. Tillagan lítur að því að þessi möguleiki verði skoðaður samhliða þeirri hugmynd sem unnið er að núna. Það er að byggja húsnæðið við Íþróttahöllina.
Tillagan er eftirfarandi:
Lagt er til að skoðað verði að byggja frístundarhús við Borgarhólsskóla. Tillagan lítur að því að þessi möguleiki verði skoðaður samhliða þeirri hugmynd sem unnið er að núna. Það er að byggja húsnæðið við Íþróttahöllina.
Bylgja Steingrímsdóttir, Helena Eydís Ingólfsdóttir og Hanna Jóna Stefánsdóttir greiða atkvæði gegn tillögunni.
Tillögunni er hafnað.
Undirritaðar hafna tillögu minnihlutans um að á þessum tímapunkti verði hafin vinna við að kanna kosti þess að byggja húsnæði fyrir frístund við Borgarhólsskóla.
Lengi hefur verið unnið að því að koma upp nýrri aðstöðu fyrir frístund. Á síðasta kjörtímabili störfuðu til að mynda tveir starfshópar að því að undirbúa byggingu nýrrar aðstöðu þ.e. greina kosti og galla mismunandi staðsetninga og byggingarleiða. Afrakstur þeirrar vinnu hefur meðal annars verið nýttur við frumhönnun húsnæðis sem byggt yrði við íþróttahöllina. Í vor, eftir að hætt var við byggingu frístandandi húsnæðis úr færanlegum einingum, kom fram tillaga um að kostnaður við að rífa Tún og byggja frístundahúsnæði á þeirri lóð yrði kannaður og í haust var ákveðið að kanna samhliða kostnað við að byggja við íþróttahöllina. Á þessu tímabili komu engar aðrar formlegar tillögur fram.
Á einhverjum tímapunkti þarf að taka ákvörðun. Það var gert í nóvember síðastliðinn þegar ákveðið var að hefja undirbúning byggingar við íþróttahöllina undir frístundastarfsemi. Undirritaðar eru áfram um að sú hugmynd verði að veruleika og að aðstaða frístundar verði loksins komið fyrir í góðri aðstöðu.
Komi upp aðstæður, eins og gerðu á síðasta kjörtímabili þegar ákveðið var að hætta við byggingu með færanlegum einingum vegna kostnaðar, verður hægt að taka þessa tillögu sem og aðrar eldri eða nýjar sem kæmu fram til ítarlegrar skoðunar og ákvarðanatöku.
Bylgja, Helena Eydís og Hanna.