Ósk um endurnýjun á landleigusamningi við Skotfélag Húsavíkur
Málsnúmer 202302053
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 148. fundur - 28.02.2023
Skotfélag Húsavíkur óskar endurnýjunar á landleigusamningi í Vallmóum. Eldri samningur um 14,7 ha hnitsett land er útrunninn. Horft er til sömu afmörkunar í endurnýjuðum samningi. Svæðið er skilgreint sem skotvöllur (O5) í gildandi aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að landleigusamningur um skotsvæði í Vallmóum verði endurnýjaður til 20 ára.
Sveitarstjórn Norðurþings - 132. fundur - 16.03.2023
Á 148. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að landleigusamningur um skotsvæði í Vallmóum verði endurnýjaður til 20 ára.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að landleigusamningur um skotsvæði í Vallmóum verði endurnýjaður til 20 ára.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.