Vinnuskóli Norðurþings 2023
Málsnúmer 202303016
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 144. fundur - 14.03.2023
Undirbúningur við vinnuskóla Norðurþings er hafinn. Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir fyrirhugaða starfsemi sumarsins.
Byggðarráð Norðurþings - 434. fundur - 29.06.2023
Framsýn óskaði nýlega eftir upplýsingum frá Norðurþingi um hækkanir á launum ungmenna í Vinnuskóla sveitarfélagsins á milli ára. Norðurþing er að hækka laun Vinnuskólans um 9% milli ára sem er í takt við almennar launahækkanir starfsmanna sveitarfélaga sem starfa eftir launatöflu SGS/Framsýnar og Sambands ísl. Sveitarfélaga. Framsýn kom þeim skilaboðum á framfæri við Norðurþing að gera samanburð á launakjörum ungmenna í Vinnuskólum á landinu. Fyrir ráðinu liggur samantekt sveitarstjóra.
Sveitarstjóri fór yfir samanburð á launum vinnuskóla víða um land og Norðurþing kemur nokkuð vel út í þeim samanburði og er að greiða sanngjörn laun að mati ráðsins.
Fjölskylduráð samþykkir eftirfarandi laun vinnuskóla:
Ungmenni fædd 2008 - 1197 kr. klst, vinnutími samtals 5 vikur
Ungmenni fædd 2009 - 931 kr. klst, vinnutími samtals 4 vikur
Ungmenni fædd 2010 - 665 kr. klst, vinnutími samtals 3 vikur
Launataxtar eru reiknaðir út í hlutfalli út frá launaflokki 117 í kjarasamningi SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að auglýsa starfsemi vinnuskólans á komandi sumri og vinna málið áfram.