Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
Undir lið nr. 3 sátu fundinn Valdimar Halldórsson, Sigurgeir Höskuldsson og Benedikt Þór Jakobsson frá O.H.
1.Ósk um heimild til rannsókna á vindauðlindinni í landi Norðurþings
Málsnúmer 202212024Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja drög að rannsóknarsamningi á milli Landsvirkjunar og Norðurþings vegna vindrannsókna austan Húsavíkurfjalls.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita samninginn í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins og samræmi við umræður á fundinum.
Byggðarráð telur að það sé ávinningur af því að semja við Landsvirkjun um heimild til vindrannsókna á svæðinu, þegar horft framtíðar og samstarfs um nýsköpun og græna atvinnuþróun milli aðila á svæðinu.
Byggðarráð telur að það sé ávinningur af því að semja við Landsvirkjun um heimild til vindrannsókna á svæðinu, þegar horft framtíðar og samstarfs um nýsköpun og græna atvinnuþróun milli aðila á svæðinu.
2.Stofnframlag HMS vegna Bjargs íbúðafélags
Málsnúmer 202202021Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur niðurstaða Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vegna umsóknar Norðurþings um stofnframlag vegna nýbyggingar Bjargs íbúðafélags á 6 íbúða raðhúsi við Lyngholt fyrir tekjulága- og eignaminni einstaklinga. Umsóknin er í samræmi við markmið laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og reglugerðar nr. 183/2020 og uppfyllir þau skilyrði sem þar eru sett fyrir úthlutun stofnframlags ríkisins.
HMS samþykkir að veita 18% stofnframlag vegna byggingar
framangreindra íbúða miðað við stofnvirði að fjárhæð kr. 297.476.622,-.
Stofnframlag sveitarfélagsins er 12% eða 35.697.195 kr.
HMS samþykkir að veita 18% stofnframlag vegna byggingar
framangreindra íbúða miðað við stofnvirði að fjárhæð kr. 297.476.622,-.
Stofnframlag sveitarfélagsins er 12% eða 35.697.195 kr.
Byggðarráð fagnar niðurstaðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vegna umsóknar Norðurþings um stofnframlag vegna nýbyggingar Bjargs íbúðafélags á 6 íbúða raðhúsi við Lyngholt fyrir tekjulága- og eignaminni einstaklinga.
Ráðið felur sveitarstjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð 35.697.195 kr. á næstu vikum.
Ráðið felur sveitarstjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð 35.697.195 kr. á næstu vikum.
3.Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Málsnúmer 202306105Vakta málsnúmer
Á fund byggðarráðs mætir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. ásamt rekstrarstjóra til að fara yfir komandi verkefni hjá OH.
Byggðarráð þakkar stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. og rekstrarstjóra fyrir komuna á fundinn og góðar umræður um þau fjölmörgu verkefni sem eru í gangi hjá Orkuveitunni um þessar mundir.
4.Vinnuskóli Norðurþings 2023
Málsnúmer 202303016Vakta málsnúmer
Framsýn óskaði nýlega eftir upplýsingum frá Norðurþingi um hækkanir á launum ungmenna í Vinnuskóla sveitarfélagsins á milli ára. Norðurþing er að hækka laun Vinnuskólans um 9% milli ára sem er í takt við almennar launahækkanir starfsmanna sveitarfélaga sem starfa eftir launatöflu SGS/Framsýnar og Sambands ísl. Sveitarfélaga. Framsýn kom þeim skilaboðum á framfæri við Norðurþing að gera samanburð á launakjörum ungmenna í Vinnuskólum á landinu. Fyrir ráðinu liggur samantekt sveitarstjóra.
Sveitarstjóri fór yfir samanburð á launum vinnuskóla víða um land og Norðurþing kemur nokkuð vel út í þeim samanburði og er að greiða sanngjörn laun að mati ráðsins.
5.Naustalækur ehf.óskar eftir samstarfi við sveitarfélagið vegna byggingar fjölbýlishúss að Stóragarði 20.
Málsnúmer 202306102Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Naustalæk ehf. sem óskar eftir samstarfi vegna byggingar á 25 íbúða fjölbýli við Stóragarð 20 á Húsavík.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ræða frekar við forvarsfólk Naustalæks ehf. og kanna möguleika á aðkomu og kjörum HMS (Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar) vegna verkefnisins.
6.Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar, endurskoðun 2023
Málsnúmer 202306096Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Markaðsstofu Norðurlands dags. 19. júní en hafin er vinna við að uppfæra lista forgangsverkefna vegna endurskoðunar áfangastaðaáætlunar fyrir Norðurland.
Þau verkefni sem verða tilgreind á listanum fá aukið vægi í mati á umsóknum verkefna til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Skilafrestur er 1. september nk.
Þau verkefni sem verða tilgreind á listanum fá aukið vægi í mati á umsóknum verkefna til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Skilafrestur er 1. september nk.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað og leggja fyrir ráðið að nýju.
7.Ósk um styrk vegna vinnu við tillögur fyrir Raufarhöfn
Málsnúmer 202306099Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur ósk um styrk frá fjórum hönnuðum og arkitektúrnemum sem stunda nám á meistarastigi við Listaháskóla Íslands. Hópurinn stundar um þessar mundir rannsóknir á Raufarhöfn.
Byggðarráð samþykkir að veita hópnum styrk að upphæð 100.000 kr. ásamt aðgengi að aðstöðu sveitarfélagsins á svæðinu vegna rannsóknarverkefnis á Raufarhöfn.
8.Árleg endurskoðun jafnréttisáætlunar Norðurþings
Málsnúmer 202101145Vakta málsnúmer
Á 156. fundi fjölskylduráðs 20. júní 2023, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir Jafnréttisáætlun 2023-2026 og vísar til byggðarráðs, í sumarleyfi sveitarstjórnar, til afgreiðslu.
Byggðarráð samþykkir tillögu fjölskylduráðs.
9.Umsókn um lóðarstækkun að Fossvöllum 17
Málsnúmer 202306009Vakta málsnúmer
Á 161. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 20. júní 2023, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðarráð í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar að umsækjendum verði veitt umbeðin lóðarstækkun.
Byggðarráð samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
10.Deiliskipulag skólasvæðis á Húsavík
Málsnúmer 202208065Vakta málsnúmer
Á 161. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 20. júní 2023, var eftirfarandi bókað: 1. Slökkvilið Norðurþings gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna sem slíka en veitir ábendingar varðandi hönnun mögulegrar viðbyggingar við íþróttahöllina.
Viðbrögð: Ábendingar gefa ekki tilefni til breytingar á skipulagstillögu.
2. Guðrún Kristinsdóttir og Kristín Helgadóttir:
2.1. Guðrún og Kristín telja að viðbygging við íþróttahöll eigi að tengjast íþróttastarfsemi. Þar vanti m.a. lyftingaraðstöðu. Verði húsnæði fyrir frístund byggt við íþróttahöll eins og deiliskipulag gerir ráð fyrir er búið að þrengja að stækkun hallarinnar fyrir íþróttastarfsemi.
Viðbrögð: Nú hefur verið ákveðið að innrétta aðstöðu fyrir frístund innan Borgarhólsskóla. Ráðið fellst á að fella úr texta greinargerðar ákvæði um að viðbygging við íþróttahöll skuli sérstaklega ætluð undir starfsemi frístundar.
2.2. Guðrún og Kristín telja aðstöðu fyrir frístund eigi að byggja upp innan skólans.
Viðbrögð: Ákveðið hefur verið að innrétta aðstöðu fyrir frístund innan Borgarhólsskóla.
3. Minjastofnun: Minjastofnun gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna.
Viðbrögð: Umsögnin gefur ekki tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni.
4. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra: HNE gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
Viðbrögð: Umsögnin gefur ekki tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að deiliskipulagið verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að ofan. Skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá gildistöku deiliskipulagsins.
Viðbrögð: Ábendingar gefa ekki tilefni til breytingar á skipulagstillögu.
2. Guðrún Kristinsdóttir og Kristín Helgadóttir:
2.1. Guðrún og Kristín telja að viðbygging við íþróttahöll eigi að tengjast íþróttastarfsemi. Þar vanti m.a. lyftingaraðstöðu. Verði húsnæði fyrir frístund byggt við íþróttahöll eins og deiliskipulag gerir ráð fyrir er búið að þrengja að stækkun hallarinnar fyrir íþróttastarfsemi.
Viðbrögð: Nú hefur verið ákveðið að innrétta aðstöðu fyrir frístund innan Borgarhólsskóla. Ráðið fellst á að fella úr texta greinargerðar ákvæði um að viðbygging við íþróttahöll skuli sérstaklega ætluð undir starfsemi frístundar.
2.2. Guðrún og Kristín telja aðstöðu fyrir frístund eigi að byggja upp innan skólans.
Viðbrögð: Ákveðið hefur verið að innrétta aðstöðu fyrir frístund innan Borgarhólsskóla.
3. Minjastofnun: Minjastofnun gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna.
Viðbrögð: Umsögnin gefur ekki tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni.
4. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra: HNE gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
Viðbrögð: Umsögnin gefur ekki tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að deiliskipulagið verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að ofan. Skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá gildistöku deiliskipulagsins.
Byggðarráð samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
11.Samstarfssamningur um almannavarnir í umdæmi LSNE
Málsnúmer 202306097Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar undirritaður samstarfssamningur um almannavarnir í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra dags. 21.09.2022.
Lagt fram til kynningar.
12.Endurheimt votlendis á Norðurlandi eystra - skýrsla
Málsnúmer 202306080Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur skýrsla um endurheimt votlendis frá SSNE er til umsagnar og athugasemda.
Lagt fram til kynningar.
13.Stýrihópur Græns iðngarðs á Bakka
Málsnúmer 202302026Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð stýrihóps Græns iðngarðs á Bakka sem haldinn var 22. júní 2023.
Lagt fram til kynningar.
14.Fundargerðir Skúlagarðs fasteignafélags 2023
Málsnúmer 202210039Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir Skúlagarðs fasteignafélags ehf. frá 12. maí, 30. maí, frá aðalfundi félagsins þann 30. maí og frá fyrsta fundi nýrrar stjórnar þann 30. maí 2023.
Lagt fram til kynningar.
15.Fjölskylduráð - 156
Málsnúmer 2306005FVakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði í umboði sveitarstjórnar liggur fyrir fundargerð 156. fundar fjölskylduráðs frá 20. júní sl.
Lagt fram til kynningar.
16.Skipulags- og framkvæmdaráð - 161
Málsnúmer 2306006FVakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði í umboði sveitarstjórnar liggur fyrir fundargerð 161. fundar Skipulags- og framkvæmdaráðs frá 20. júní sl.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:40.