Ósk um breytingu á aðalskipulagi Norðurþings vegna jarðstrengs í landi Brekku
Málsnúmer 202303020
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 149. fundur - 07.03.2023
Anna Bragadóttir skipulagsráðgjafi, f.h. Landsnets, óskar eftir samþykki fyrir tillögu að breytingu aðalskipulags jarðstrengslagnar við Kópasker. Þess er óskað að sveitarstjórn samþykki breytinguna sem óverulega. Meðfylgjandi erindi er skipulagsuppdráttur með greinargerð auk útfyllts gátlista sem rökstuðning fyrir því að breytingin geti talist óveruleg með vísan til 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Landsnet telur að landeigendur séu sáttir við fyrirhugaða legu jarðstrengs.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að breytingin sé í eðli sínu óveruleg þó um sé að ræða 66 kV rafstreng. Nýr jarðstrengur kæmi til með að vera stuttur og liggja um land þar sem landspjöll yrðu lítil sem engin til lengri tíma. Í hans stað yrði lögð niður loftlína sem hefur allnokkur sjónræn áhrif. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur því til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu aðalskipulags verði samþykkt sem óveruleg svo fremi að skilað verði inn til sveitarfélagsins skriflegu samþykki landeigenda.
Sveitarstjórn Norðurþings - 132. fundur - 16.03.2023
Á 149. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að breytingin sé í eðli sínu óveruleg þó um sé að ræða 66 kV rafstreng. Nýr jarðstrengur kæmi til með að vera stuttur og liggja um land þar sem landspjöll yrðu lítil sem engin til lengri tíma. Í hans stað yrði lögð niður loftlína sem hefur allnokkur sjónræn áhrif. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur því til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu aðalskipulags verði samþykkt sem óveruleg svo fremi að skilað verði inn til sveitarfélagsins skriflegu samþykki landeigenda.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að breytingin sé í eðli sínu óveruleg þó um sé að ræða 66 kV rafstreng. Nýr jarðstrengur kæmi til með að vera stuttur og liggja um land þar sem landspjöll yrðu lítil sem engin til lengri tíma. Í hans stað yrði lögð niður loftlína sem hefur allnokkur sjónræn áhrif. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur því til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu aðalskipulags verði samþykkt sem óveruleg svo fremi að skilað verði inn til sveitarfélagsins skriflegu samþykki landeigenda.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.