Umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi að Stóragarði 20
Málsnúmer 202303075
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 150. fundur - 21.03.2023
Naustalækur ehf. óskar byggingarleyfis fyrir fimm hæða fjölbýlishús með 25 íbúðum að Stóragarði 20 á Húsavík. Fyrir liggja teikningar unnar af Andra Ingólfssyni arkitekt.
Fyrir liggur umsögn slökkviliðsstjóra frá 9. mars s.l. þar sem fram kemur að áður en byggingarleyfi verði veitt fyrir húsinu skv. framlögðum teikningum þurfi að liggja fyrir að búnaður sem nauðsynlegur er til björgunar af svölum hússins verði tiltækur áður en húsið verður tekið í notkun.
Fyrir liggur umsögn lóðarhafa um umsögn slökkviliðsstjóra.
Fyrir liggur umsögn slökkviliðsstjóra frá 9. mars s.l. þar sem fram kemur að áður en byggingarleyfi verði veitt fyrir húsinu skv. framlögðum teikningum þurfi að liggja fyrir að búnaður sem nauðsynlegur er til björgunar af svölum hússins verði tiltækur áður en húsið verður tekið í notkun.
Fyrir liggur umsögn lóðarhafa um umsögn slökkviliðsstjóra.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar málinu og felur sveitarstjóra að eiga samtal við lóðarhafa vegna fyrirliggjandi byggingaráforma.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 153. fundur - 18.04.2023
Á 150. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 21. mars 2023 var til umfjöllunar umsókn um byggingarleyfi fyrir 5 hæða fjölbýlishúsi að Stóragarði 20.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestaði málinu og fól sveitarstjóra að eiga samtal við lóðarhafa vegna fyrirliggjandi byggingaráforma.
Fyrir fundinum nú liggur minnisblað sveitarstjóra og fjármálastjóra um lausnir til björgunar og brunavarna í byggingum yfir 3 hæðir. Tillaga að lausn felur í sér kaup á sérhæfðum björgunarbúnaði til mannbjörgunar af efri hæðum húsa.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestaði málinu og fól sveitarstjóra að eiga samtal við lóðarhafa vegna fyrirliggjandi byggingaráforma.
Fyrir fundinum nú liggur minnisblað sveitarstjóra og fjármálastjóra um lausnir til björgunar og brunavarna í byggingum yfir 3 hæðir. Tillaga að lausn felur í sér kaup á sérhæfðum björgunarbúnaði til mannbjörgunar af efri hæðum húsa.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar kaupum á björgunartæki vegna mannbjörgunar af svölum efri hæða til fjárhagsáætlunarvinnu komandi árs til samræmis við minnisblað. Ráðið heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform fyrir fyrirhugaðri byggingu að Stóragarði 20.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 156. fundur - 16.05.2023
Á fyrirliggjandi teikningum af fjöleignahúsi að Stóragarði 20 er sorpgeymsla teiknuð utan byggingarreits. Lóðarhafi óskar heimildar til þess að byggja sorpgeymsluna þar sem sýnt er á teikningum.
Í ljósi þess að sorpgeymslan er lítil og lágreist og liggur ekki að annarri byggingarlóð skv. deiliskipulagi samþykkir skipulags- og framkvæmdaráð að húsið verði byggt samkvæmt framlögðum teikningum.