Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Endurnýjun bifreiðar fyrir Þjónustumiðstöð Norðurþings
Málsnúmer 202303055Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að endurnýja þurfi bifreið hjá Þjónustumiðstöð Norðurþings, Húsavík. Verkefnastjóri fór yfir núverandi stöðu á bifreiðum þjónustumiðstöðvarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir kaup á L200 bifreið Þjónustumiðstöðvar, að upphæð 1.600.000,-
2.Deiliskipulag skólasvæðis á Húsavík
Málsnúmer 202208065Vakta málsnúmer
Á 144. fundi fjölskylduráðs 14.03.23, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð gerir ekki athugasemd við tillöguna en leggur áherslu á að horft verði til aukins umferðaröryggis barna við að skutla og sækja í skóla og íþróttahöll. Ráðið vísar umsögninni til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna fyrirliggjandi skipulagshugmyndir á opnu húsi við fyrsta tækifæri með vísan til 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
3.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna vatnstökuhola á Röndinni
Málsnúmer 202303051Vakta málsnúmer
Fyrir liggur tillaga að breytingu aðalskipulags vegna vatnstökuhola við Röndina á Kópaskeri. Tillaga að breytingu aðalskipulags var unnin að beiðni skipulags- og framkvæmdaráðs á fundi 7. mars s.l. Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 16. mars að auglýsa skipulagstillöguna samhliða breytingu deiliskipulags sama svæðis.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu að breytingu aðalskipulags og gerir ekki athugasemdir við þá afgreiðslu sveitarstjórnar að tillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga samhliða tillögu að breytingu deiliskipulags.
4.Breyting á deiliskipulagi fyrir fiskeldisstöðina Röndina á Kópaskeri
Málsnúmer 202208025Vakta málsnúmer
Fyrir liggur lítilsháttar breytt tillaga að breytingu deiliskipulags vegna fiskeldis á Röndinni sem áður var búið að samþykkja. Breyting deiliskipulagstillögunnar felst í tilvísun í tillögu að breytingu aðalskipulags. Á fundi sínum þann 16. mars fól sveitarstjórn skipulagsfulltrúa að kynna deiliskipulagsbreytinguna aftur samhliða tillögu að breytingu aðalskipulags.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu að breytingu deiliskipulags og gerir ekki athugasemdir við þá afgreiðslu sveitarstjórnar að tillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga samhliða tillögu að breytingu aðalskipulags.
5.Umsókn um lóð að Hraunholti 22-24
Málsnúmer 202303047Vakta málsnúmer
Ragnar Hjaltested, f.h. HG 17 ehf., óskar eftir að fá úthlutað lóðinni að Hraunholti 22-24 á Húsavík undir parhús. Með umsókn fylgja upplýsingar um framkvæmdaáform.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðinni að Hraunholti 22-24 verði úthlutað til HG17 ehf.
6.Umsókn um lóð að Hraunholti 26-28
Málsnúmer 202303048Vakta málsnúmer
Ragnar Hjaltested, f.h. HG 17 ehf., óskar eftir að fá úthlutað lóðinni að Hraunholti 26-28 á Húsavík undir parhús. Með umsókn fylgja upplýsingar um framkvæmdaáform.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðinni að Hraunholti 26-28 verði úthlutað til HG17 ehf.
7.Umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi að Stóragarði 20
Málsnúmer 202303075Vakta málsnúmer
Naustalækur ehf. óskar byggingarleyfis fyrir fimm hæða fjölbýlishús með 25 íbúðum að Stóragarði 20 á Húsavík. Fyrir liggja teikningar unnar af Andra Ingólfssyni arkitekt.
Fyrir liggur umsögn slökkviliðsstjóra frá 9. mars s.l. þar sem fram kemur að áður en byggingarleyfi verði veitt fyrir húsinu skv. framlögðum teikningum þurfi að liggja fyrir að búnaður sem nauðsynlegur er til björgunar af svölum hússins verði tiltækur áður en húsið verður tekið í notkun.
Fyrir liggur umsögn lóðarhafa um umsögn slökkviliðsstjóra.
Fyrir liggur umsögn slökkviliðsstjóra frá 9. mars s.l. þar sem fram kemur að áður en byggingarleyfi verði veitt fyrir húsinu skv. framlögðum teikningum þurfi að liggja fyrir að búnaður sem nauðsynlegur er til björgunar af svölum hússins verði tiltækur áður en húsið verður tekið í notkun.
Fyrir liggur umsögn lóðarhafa um umsögn slökkviliðsstjóra.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar málinu og felur sveitarstjóra að eiga samtal við lóðarhafa vegna fyrirliggjandi byggingaráforma.
8.EMAR byggingavörur ehf.óska eftir lóð að Drafnargötu 4
Málsnúmer 202303081Vakta málsnúmer
EMAR byggingavörur ehf. óska eftir lóð að Drafnargötu 4 í stað Drafnargötu 1.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðinni að Drafnargötu 4, Kópaskeri, verði úthlutað til EMAR byggingavara ehf. í stað Drafnargötu 1.
Fundi slitið - kl. 14:20.
Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri sat fundinn undir lið 7.
Kolbrún Heiða Valbergsdóttir sat fundinn í fjarfundi.
Áki Hauksson boðaði forföll og í hans stað sat Birkir Freyr Stefánsson fundinn.