Endurnýjun samnings um áframhaldandi samstarf við Völsung
Málsnúmer 202304026
Vakta málsnúmerOrkuveita Húsavíkur ohf - 242. fundur - 18.04.2023
Fyrir Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggur beiðni um endurnýjun á samstarfs- og styrktar samningi við Völsung.
Samfélagsstyrkir Orkuveitu Húsavíkur eru í endurskoðun og er erindinu frestað.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 245. fundur - 22.05.2023
Á 242. fundi Orkuveitu Húsavíkur var eftirfarandi bókað: Samfélagsstyrkir Orkuveitu Húsavíkur eru í endurskoðun og er erindinu frestað.
Nú liggur fyrir stjórn að taka ákvörðun um áframhaldandi samstarf við Völsung.
Nú liggur fyrir stjórn að taka ákvörðun um áframhaldandi samstarf við Völsung.
Meirihluti stjórnar samþykkir styrk til Völsungs að upphæð alls ein milljón króna fyrir árið 2023 að framlögðum úthlutunarreglum Völsungs.
Valdimar Halldórsson óskar bókað:
Undirritaður telur eðlilegra að styrkur til Völsungs fyrir árið 2023 verði 500 þús.kr. Með því skapast rými fyrir fleiri og fjölbreyttari styrkveitingar til góðra málefna.
Valdimar Halldórsson óskar bókað:
Undirritaður telur eðlilegra að styrkur til Völsungs fyrir árið 2023 verði 500 þús.kr. Með því skapast rými fyrir fleiri og fjölbreyttari styrkveitingar til góðra málefna.