Orkuveita Húsavíkur ohf
Dagskrá
1.Kynning á vinnu við endurskoðun aðalskipulags Norðurþings
Málsnúmer 202304028Vakta málsnúmer
Hrafnhildur Brynjólfsdóttir frá Eflu verkfræðistofu kom inn á fundinn undir þessum lið og hélt kynningu á vinnu við endurskoðun aðalskipulags Norðurþings.
Stjórn OH þakkar Hrafnhildi Brynjólfsdóttur fyrir góða kynningu á aðalskipulagsvinnu.
2.Breytingatillaga á samþykktum ÍO
Málsnúmer 202304024Vakta málsnúmer
Á aðalfundi Íslenskara Orku ehf. sem haldin var 21. febrúar 2023. var tillaga um breytingu á samþykktum félagsins lögð fram. Liggur nú fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur að taka afstöðu.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir breytingu á samþykktum Íslenskara Orku ehf.
3.Starfsmannamál sumarið 2023
Málsnúmer 202304025Vakta málsnúmer
Huga þarf að starfsmannamálum fyrir sumarið 2023.
Rekstrarstjóri fór yfir ráðningar sumarstarfsfólks.
4.Endurnýjun samnings um áframhaldandi samstarf við Völsung
Málsnúmer 202304026Vakta málsnúmer
Fyrir Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggur beiðni um endurnýjun á samstarfs- og styrktar samningi við Völsung.
Samfélagsstyrkir Orkuveitu Húsavíkur eru í endurskoðun og er erindinu frestað.
5.Breytingar á Samþykktum Orkuveitu Húsavíkur
Málsnúmer 202304027Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn liggur tillaga um endurskoðaðar samþykktir Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að vísa endurskoðuðum samþykktum Orkuveitu Húsavíkur ohf. til aðalfundar.
6.Kynning rekstrarstjóra á stöðu mála
Málsnúmer 202208057Vakta málsnúmer
Rekstrarstjóri fór yfir stöðu verklegra framkvæmda.
Fundi slitið - kl. 11:00.