Erindi frá Film Húsavík
Málsnúmer 202304041
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 427. fundur - 19.04.2023
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Örlygi Hnefli Örlygssyni og Jóhönnu Ásdísi Baldursdóttur f.h. Film Húsavík óska þau eftir viðræðum við Byggðarráð Norðurþings um streymingu frá fundum sveitarstjórnar og frá öðrum opnum fundum sem sveitarfélagið kýs að streyma. Jafnframt bjóðumst við til að kaupa þann búnað sem sveitarfélagið hefur fjárfest í nú þegar vegna fyrirhugaðra streyminga.
Byggðarráð þakkar fulltrúum Film Húsavík fyrir erindið. Fundi sveitarstjórnar var streymt í fyrsta sinn þann 13.apríl sl. Í ljósi þess að ekki var gert ráð fyrir aðkeyptri þjónustu við upptöku sveitarstjórnarfunda í fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 var verkefnið leyst innanhús. Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka upp samtal við fulltrúa Film Húsavík.