Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

427. fundur 19. apríl 2023 kl. 08:30 - 09:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Aldey Unnar Traustadóttir
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá

1.Kostnaðaráætlun nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík

Málsnúmer 202104106Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja uppfærð gögn vegna stærðar og kostnaðarskiptingu á einstökum verkhlutum vegna byggingarinnar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að upplýsa samstarfssveitarfélögin í verkefninu um stöðu mála og leggja málið fyrir ráðið að nýju á næsta fundi.

2.Erindi frá Film Húsavík

Málsnúmer 202304041Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Örlygi Hnefli Örlygssyni og Jóhönnu Ásdísi Baldursdóttur f.h. Film Húsavík óska þau eftir viðræðum við Byggðarráð Norðurþings um streymingu frá fundum sveitarstjórnar og frá öðrum opnum fundum sem sveitarfélagið kýs að streyma. Jafnframt bjóðumst við til að kaupa þann búnað sem sveitarfélagið hefur fjárfest í nú þegar vegna fyrirhugaðra streyminga.
Byggðarráð þakkar fulltrúum Film Húsavík fyrir erindið. Fundi sveitarstjórnar var streymt í fyrsta sinn þann 13.apríl sl. Í ljósi þess að ekki var gert ráð fyrir aðkeyptri þjónustu við upptöku sveitarstjórnarfunda í fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 var verkefnið leyst innanhús. Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka upp samtal við fulltrúa Film Húsavík.

3.Ályktanir frá Félagi eldri borgara Húsavík og nágrenni

Málsnúmer 202303100Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar;
Á 147. fundi fjölskylduráðs 4. apríl 2023, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð vísar bókun FEBHN um hjúkrunarheimili til byggðarráðs. Ályktunum FEBHN er vísað til kynningar í öldungaráði.
Lagt fram til kynningar.

4.Styrktarsjóður EBÍ 2023

Málsnúmer 202304014Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf til kynningar frá Styrktarsjóði EBÍ. Aðildarsveitarfélög EBÍ geta sótt í sjóðinn og er umsóknarfrestur til 30. apríl nk.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að sækja um styrk til EBÍ vegna ársins 2023 vegna uppbyggingar á Heimskautsgerði á Raufarhöfn.

5.Aðalfundarboð Orkuveita Húsavíkur ohf

Málsnúmer 202304042Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur aðalfundarboð Orkuveitu Húsavíkur ohf, fundurinn verður haldinn kl.13.00 miðvikudaginn 26. apríl nk. í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík.
Byggðarráð tilnefnir Bergþór Bjarnason sem fulltrúa sveitarfélagsins á fundinn og Hafrúnu Olgeirsdóttur til vara.

6.Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202211006Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur; Hér með er boðað til aukaaðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga og verður fundurinn haldinn í fjarfundarbúnaðinum Teams, föstudaginn 21. apríl klukkan 11:00.
Byggðarráð tilnefnir Katrínu Sigurjónsdóttir sem fulltrúa sveitarfélagsins á fundinn og Hjálmar Boga til vara.

7.Tilnefning fulltrúa í stjórn Húsavíkurstofu

Málsnúmer 202304033Vakta málsnúmer

Óskað er eftir því að Norðurþing tilnefni fulltrúa í stjórn Húsavíkurstofu.
Byggðarráð tilnefnir Eið Pétursson sem aðalmann í stjórn Húsavíkurstofu og Ingibjörgu Benediktsdóttur til vara.

8.Aðalfundur Húsavíkurstofu 2023

Málsnúmer 202304015Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur; Boðað er til aðalfundar Húsavíkurstofu miðvikudaginn 19. apríl nk. frá kl. 17:00. Fundarstaður er að Stéttinni á Húsavík.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundarboð - Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs 2023

Málsnúmer 202304020Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð á ársfund Stapa lífeyrissjóðs fundurinn verður haldin miðvikudaginn 3. maí nk. í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri kl. 14:00.
Byggðarráð tilnefnir Katrínu Sigurjónsdóttir sem fulltrúa sveitarfélagsins á fundinn og Bergþór Bjarnason til vara.

10.Fundarboð aðalfundar Sparisjóðs Suður-Þingeyinga þann 28.apríl 2023

Málsnúmer 202304040Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð á aðalfund Sparisjóðs Suður-Þingeyinga ses. Fundurinn verður haldinn í Skjólbrekku í Mývatnssveit, föstudaginn 28. apríl 2023 og hefst hann kl. 17:00
Byggðarráð tilnefnir Bergþór Bjarnason sem fulltrúa sveitarfélagsins á fundinn og Aldey Traustadóttir til vara.

11.Fundargerðir Skúlagarðs fasteignafélags 2023

Málsnúmer 202210039Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð frá aukahluthafafundi í Skúlagarði fasteignafélagi ehf. fundurinn var haldinn 4. apríl sl.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá skammtímafyrirgreiðslu til Skúlagarðs- fasteignafélags ehf að upphæð allt að 6. m.kr vegna uppgjörs á skuldbindingum félagsins svo hægt sé að ganga frá sölu á eigninni.

12.Fundargerðir SSNE 2023

Málsnúmer 202301067Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð frá 51. fundi SSNE sem haldinn var 29. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301065Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð frá 921. fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldin var fimmtudaginn 30. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

14.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202304039Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 09:45.