Umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma við gömlu Sorpstöðina á Höfða
Málsnúmer 202304050
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 154. fundur - 25.04.2023
Flóki ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir þremur gámum á lóð gömlu Sorpstöðvarinnar á Höfða.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir þremur gámum til eins árs á lóð gömlu sorpstöðvarinnar á Höfða með því skilyrði að umsækjandi skili inn afstöðumynd sem sýnir staðsetningu gámanna til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.