Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 3.
1.Framkvæmdaáætlun 2023
Málsnúmer 202210015Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð fer yfir stöðu framkvæmdaáætlunar 2023.
Lagt fram til kynningar.
2.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis
Málsnúmer 202111014Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð fer yfir stöðu sorpmála á austursvæði.
Lagt fram til kynningar.
3.Starfsemi Frístundar 2023-2024
Málsnúmer 202303117Vakta málsnúmer
Á 149. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir að sumarfrístund nýti húsnæði Borgarhólsskóla á komandi sumri og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að útfæra í samstarfi við skólastjóra Borgarhólsskóla.
Í ljósi tímabundins húsnæðisvanda frístundar fer fjölskylduráð þess á leit við skipulags- og framkvæmdaráð að úrbætur verði gerðar á norðurenda Túns svo flytja megi þangað hluta af starfsemi frístundar á komandi skólaári 2023-2024. Fjölskylduráð hyggst nýta það húsnæði á meðan verið er að hanna og byggja nýtt húsnæði undir starfsemi frístundar.
Fjölskylduráð samþykkir að sumarfrístund nýti húsnæði Borgarhólsskóla á komandi sumri og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að útfæra í samstarfi við skólastjóra Borgarhólsskóla.
Í ljósi tímabundins húsnæðisvanda frístundar fer fjölskylduráð þess á leit við skipulags- og framkvæmdaráð að úrbætur verði gerðar á norðurenda Túns svo flytja megi þangað hluta af starfsemi frístundar á komandi skólaári 2023-2024. Fjölskylduráð hyggst nýta það húsnæði á meðan verið er að hanna og byggja nýtt húsnæði undir starfsemi frístundar.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu erindisins og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram í samvinnu við fræðslufulltrúa og fjölskylduráð.
4.Foreldrafélag Borgarhólsskóla óskar eftir úrbótum á sal Borgarhólsskóla
Málsnúmer 202304003Vakta málsnúmer
Á 149. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og beinir því til ráðsins að vinna að leiðum til úrbóta fyrir næsta skólaár. Fjölskylduráð leggur jafnframt áherslu á það að huga þurfi að endurbótum á salnum í náinni framtíð.
Fjölskylduráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og beinir því til ráðsins að vinna að leiðum til úrbóta fyrir næsta skólaár. Fjölskylduráð leggur jafnframt áherslu á það að huga þurfi að endurbótum á salnum í náinni framtíð.
Eysteinn Heiðar Kristjánsson og Kristinn Jóhann Lund véku af fundi undir þessum lið.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram í samráði við stjórn foreldrafélags Borgarhólsskóla, kostnaðarmeta og leggja fyrir ráðið að nýju.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram í samráði við stjórn foreldrafélags Borgarhólsskóla, kostnaðarmeta og leggja fyrir ráðið að nýju.
5.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma við gömlu Sorpstöðina á Höfða
Málsnúmer 202304050Vakta málsnúmer
Flóki ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir þremur gámum á lóð gömlu Sorpstöðvarinnar á Höfða.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir þremur gámum til eins árs á lóð gömlu sorpstöðvarinnar á Höfða með því skilyrði að umsækjandi skili inn afstöðumynd sem sýnir staðsetningu gámanna til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
Fundi slitið - kl. 15:35.