Starfsemi Frístundar 2023-2024
Málsnúmer 202303117
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 147. fundur - 04.04.2023
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar starfsemi Frístundar skólaárið 2023-2024.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa að taka saman minnisblað um starfsemi Frístundar á komandi starfsári.
Fjölskylduráð - 149. fundur - 18.04.2023
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um starfsemi Frístundar skólaárið 2023-2024.
Fjölskylduráð samþykkir að sumarfrístund nýti húsnæði Borgarhólsskóla á komandi sumri og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að útfæra í samstarfi við skólastjóra Borgarhólsskóla.
Í ljósi tímabundins húsnæðisvanda frístundar fer fjölskylduráð þess á leit við skipulags- og framkvæmdaráð að úrbætur verði gerðar á norðurenda Túns svo flytja megi þangað hluta af starfsemi frístundar á komandi skólaári 2023-2024. Fjölskylduráð hyggst nýta það húsnæði á meðan verið er að hanna og byggja nýtt húsnæði undir starfsemi frístundar.
Í ljósi tímabundins húsnæðisvanda frístundar fer fjölskylduráð þess á leit við skipulags- og framkvæmdaráð að úrbætur verði gerðar á norðurenda Túns svo flytja megi þangað hluta af starfsemi frístundar á komandi skólaári 2023-2024. Fjölskylduráð hyggst nýta það húsnæði á meðan verið er að hanna og byggja nýtt húsnæði undir starfsemi frístundar.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 154. fundur - 25.04.2023
Á 149. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir að sumarfrístund nýti húsnæði Borgarhólsskóla á komandi sumri og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að útfæra í samstarfi við skólastjóra Borgarhólsskóla.
Í ljósi tímabundins húsnæðisvanda frístundar fer fjölskylduráð þess á leit við skipulags- og framkvæmdaráð að úrbætur verði gerðar á norðurenda Túns svo flytja megi þangað hluta af starfsemi frístundar á komandi skólaári 2023-2024. Fjölskylduráð hyggst nýta það húsnæði á meðan verið er að hanna og byggja nýtt húsnæði undir starfsemi frístundar.
Fjölskylduráð samþykkir að sumarfrístund nýti húsnæði Borgarhólsskóla á komandi sumri og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að útfæra í samstarfi við skólastjóra Borgarhólsskóla.
Í ljósi tímabundins húsnæðisvanda frístundar fer fjölskylduráð þess á leit við skipulags- og framkvæmdaráð að úrbætur verði gerðar á norðurenda Túns svo flytja megi þangað hluta af starfsemi frístundar á komandi skólaári 2023-2024. Fjölskylduráð hyggst nýta það húsnæði á meðan verið er að hanna og byggja nýtt húsnæði undir starfsemi frístundar.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu erindisins og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram í samvinnu við fræðslufulltrúa og fjölskylduráð.
Fjölskylduráð - 151. fundur - 02.05.2023
Fjölskylduráð fjallar áfram um starfsemi frístundar 2023-2024.
Á 154. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað um málið:
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu erindisins og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram í samvinnu við fræðslufulltrúa og fjölskylduráð.
Á 154. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað um málið:
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu erindisins og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram í samvinnu við fræðslufulltrúa og fjölskylduráð.
Fjölskylduráð óskar eftir því við skipulags- og framkvæmdaráð að kannaðir verði möguleikar á frístandandi einingum við Borgarhólsskóla til að leysa tímabundinn húsnæðisvanda Frístundar. Ráðið felur fræðslufulltrúa að fylgja málinu eftir varðandi mögulegar staðsetningar við skólann.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 155. fundur - 02.05.2023
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur fyrir bókun fjölskylduráðs um aðstöðu Frístundar 2023-2024.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram í samvinnu við fræðslufulltrúa og leggja fyrir ráðið að nýju.
Fjölskylduráð - 152. fundur - 16.05.2023
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um starfsemi Frístundar 2023-2024.
Lagt fram til kynningar og málið unnið áfram í samstarfi við fræðslufulltrúa og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs. Vísað til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 157. fundur - 23.05.2023
Á 152. fundi fjölskylduráðs 16. maí 2023, var eftirfarandi bókað: Lagt fram til kynningar og málið unnið áfram í samstarfi við fræðslufulltrúa og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs. Vísað til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti stöðu mála.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 158. fundur - 30.05.2023
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissvið kynnir stöðu mála.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 159. fundur - 06.06.2023
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur tilboð frá Stólpi-Gámar ehf í tvær samliggjandi færanlegar kennslustofur til að setja niður við Borgarhólsskóla. Um er að ræða bráðabirgðahúsnæði til að mæta húsnæðisþörf á meðan verið er að byggja aðstöðu fyrir Frístund.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að ganga frá samkomulagi við Stólpa gáma ehf. samkvæmt drögum að tilboði sem liggur fyrir.
Einnig er honum falið að gera tillögu að staðsetningu í samráði við skólastjórnendur, ásamt samantekt á heildarkostnaði vegna framkvæmdarinnar.
Lögð er áhersla á að hægt verði að afgreiða málið endanlega á næsta fundi ráðsins svo starfsemi frístundar geti hafist í húsnæðinu í haust.
Einnig er honum falið að gera tillögu að staðsetningu í samráði við skólastjórnendur, ásamt samantekt á heildarkostnaði vegna framkvæmdarinnar.
Lögð er áhersla á að hægt verði að afgreiða málið endanlega á næsta fundi ráðsins svo starfsemi frístundar geti hafist í húsnæðinu í haust.