Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
Bergþór Bjarnason, fjármálastjóri, sat fundinn undir liðum 1 og 2.
1.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2026
Málsnúmer 202305060Vakta málsnúmer
Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 liggur til kynningar hjá ráðinu en byggðarráð hefur vísað áætluninni til staðfestingar í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.
2.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis
Málsnúmer 202111014Vakta málsnúmer
Farið yfir stöðu á innleiðingu hringrásarhagkerfisins á austursvæði.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að hefja undirbúning að aðgangsstýringu gámaplana við Þverá og Kópasker. Einnig að sækja um þær undanþágur sem til þarf vegna innleiðingar hringrásarhagkerfisins og að undirbúa íbúafund á Kópaskeri og Raufarhöfn í lok júní.
3.Starfsemi Frístundar 2023-2024
Málsnúmer 202303117Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur tilboð frá Stólpi-Gámar ehf í tvær samliggjandi færanlegar kennslustofur til að setja niður við Borgarhólsskóla. Um er að ræða bráðabirgðahúsnæði til að mæta húsnæðisþörf á meðan verið er að byggja aðstöðu fyrir Frístund.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að ganga frá samkomulagi við Stólpa gáma ehf. samkvæmt drögum að tilboði sem liggur fyrir.
Einnig er honum falið að gera tillögu að staðsetningu í samráði við skólastjórnendur, ásamt samantekt á heildarkostnaði vegna framkvæmdarinnar.
Lögð er áhersla á að hægt verði að afgreiða málið endanlega á næsta fundi ráðsins svo starfsemi frístundar geti hafist í húsnæðinu í haust.
Einnig er honum falið að gera tillögu að staðsetningu í samráði við skólastjórnendur, ásamt samantekt á heildarkostnaði vegna framkvæmdarinnar.
Lögð er áhersla á að hægt verði að afgreiða málið endanlega á næsta fundi ráðsins svo starfsemi frístundar geti hafist í húsnæðinu í haust.
4.Umsókn um lóð að Stakkholti 7
Málsnúmer 202305120Vakta málsnúmer
Jónas Sigmarsson óskar eftir úthlutun lóðar að Stakkholti 7 á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Jónasi Sigmarssyni verði úthlutað lóðinni að Stakkholti 7 á Húsavík.
5.Ósk um umsögn um rekstrarleyfi gistingar fyrir Melar guesthouse
Málsnúmer 202305127Vakta málsnúmer
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Norðurþings vegna rekstrarleyfis til reksturs gististaðar í flokki II-C að Bakkagötu 3 á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis.
6.Ósk um umsögn um rekstrarleyfi gistingar fyrir B&B Rooms, Laugarbrekku 16
Málsnúmer 202306011Vakta málsnúmer
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Norðurþings vegna rekstrarleyfis til reksturs gististaðar í flokki II-C að Laugarbrekku 16 á Húsavík.
Laugarbrekka 16 er einbýlishús í íbúðarhverfi skv. gildandi aðalskipulagi Norðurþings. Í samræmi við vinnureglur sem samþykktar voru í sveitarstjórn Norðurþings 21. mars 2017 vegna umsagna um rekstrarleyfi til sölu gistingar leggst ráðið gegn því að veitt verði rekstrarleyfi til sölu gistingar í húsinu.
Fundi slitið - kl. 15:00.