Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Starfsemi Frístundar 2023-2024
Málsnúmer 202303117Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um starfsemi Frístundar 2023-2024.
Lagt fram til kynningar og málið unnið áfram í samstarfi við fræðslufulltrúa og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs. Vísað til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði.
2.Borgarhólsskóli - Skóladagatal 2023-2024
Málsnúmer 202305049Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar skóladagatal Borgarhólsskóla 2023-2024.
Fjölskylduráð samþykkir skóladagatal Borgarhólsskóla 2023-2024.
3.Frístund - Starfsdagatal 2023-2024
Málsnúmer 202305048Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar starfsdagatal Frístundar 2023-2024.
Fjölskylduráð samþykkir starfsdagatal Frístundar 2023-2024.
4.Grænuvellir - Leikskóladagatal 2023-2024
Málsnúmer 202305044Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar leikskóladagatal Grænuvalla 2023-2024.
Fjölskylduráð frestar afgreiðslu leikskóladagatals Grænuvalla og felur fræðslufulltrúa að skoða útfærslur á styttingu vinnuvikunnar í samráði við leikskólastjóra.
5.Tónlistarskóli Húsavíkur - Skóladagatal 2023-2024
Málsnúmer 202305047Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar skóladagatal Tónlistarskóla Húsavíkur 2023-2024.
Fjölskylduráð samþykkir skóladagatal Tónlistarskóla Húsavíkur 2023-2024.
6.Öxarfjarðarskóli - Skóladagatal 2023-2024
Málsnúmer 202305046Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar skóladagatal Öxarfjarðarskóla 2023-2024.
Fjölskylduráð samþykkir skóladagatal Öxarfjarðarskóla 2023-2024.
7.Grunnskóli Raufarhafnar - Skóladagatal 2023-2024
Málsnúmer 202305045Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar skóladagatal Grunnskóla Raufarhafnar 2023-2024
Fjölskylduráð samþykkir skóladagatal Grunnskóla Raufarhafnar 2023-2024.
8.Ósk um sameiginlegan starfsdag skólastofnana í Norðurþingi
Málsnúmer 202305055Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar ósk Þórgunnar R. Vigfúsdóttur fyrir hönd skólastjórnenda í Norðurþingi um sameiginlegan starfsdag allra skóla í Norðurþingi.
Fjölskylduráð samþykkir ósk stjórnenda um sameiginlegan starfsdag starfsfólks skóla og frístundar Norðurþings þann 15. september n.k.
Ráðið beinir því til stjórnenda grunnskóla að frá og með skólaárinu 2024-2025 verði horft til þess að nýta starfsdaga skólanna fyrir þennan dag.
Ráðið beinir því til stjórnenda grunnskóla að frá og með skólaárinu 2024-2025 verði horft til þess að nýta starfsdaga skólanna fyrir þennan dag.
9.Fagháskólanám í leikskólafræði
Málsnúmer 202304032Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð samþykkir þátttöku Norðurþings í verkefninu og felur fræðslufulltrúa að leggja fram drög að reglum um stuðning sveitarfélagsins við starfsfólk sem óskar eftir að nýta sér þessa leið.
10.Samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla
Málsnúmer 202101045Vakta málsnúmer
Fræðslufulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála eftir að umsóknarfresti um stöður skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðar lauk.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að vinna áfram að umsókn um þróunarskólaleyfi og undirbúa samning við Ásgarð um skólastjórn á Raufarhöfn.
11.Trúnaðarmál
Málsnúmer 202305052Vakta málsnúmer
Fært í trúnaðarmálabók.
12.Gistiskýlið 2020
Málsnúmer 202003048Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur að taka ákvörðun um samþykkt viðauka frá Reykjarvíkurborg um greiðslur fyrir gistináttagjald í gistiskýlinu.
Fjölskylduráð samþykkir ekki viðauka um breytingar á samningi og leggur áherslu á það að þjónusta íbúa í heimabyggð. Þá telur ráðið ekki liggja fyrir fullnægjandi upplýsingar frá Reykjavíkurborg um hækkun gistináttagjalds í gistiskýlinu.
13.Reglur um fjárhagsaðstoð
Málsnúmer 202209011Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja uppfærðar reglur fjárhagsaðstoðar til samþykktar. Reglurnar eru nú leiðandi með það hvernig hægt er að sækja um fjárhagsaðstoð rafrænt sem og að búið er að uppfæra fjárhagsupphæðir miðaði við vísitölu neysluverðs.
Fjölskylduráð samþykkir reglurnar og vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.
14.VIðauki við samning um umdæmisráð Landsbyggða
Málsnúmer 202305038Vakta málsnúmer
Meðfylgjandi er bréf til aðildarsveitarfélaga umdæmisráðs Landsbyggða og viðauki við samninginn. Er óskað eftir því að kynna þessa breytingu fyrir þeim sveitarstjórnum sem barnaverndarþjónustan ykkar tilheyrir og sjáið til þess að viðaukinn verði birtur ásamt samningnum á heimasíðum sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 12:00.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn undir liðum 1-8.
Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla sat fundinn undir liðum 2-10. Christopher, Arndís og Birna fullrúar Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla sátu fundinn undir liðum 2-8 og 10.
Guðni Bragason skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur sat fundinn undir liðum 2-8.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri Grænuvalla sat fundinn undir lið 2-9.