Fara í efni

Fjölskylduráð

149. fundur 18. apríl 2023 kl. 08:30 - 10:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Sævar Veigar Agnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Dagskrá
Bergþór Bjarnason, fjármálastjóri, sat fundinn undir lið 1.
Hróðný Lund, félagsmálastjóri, sat fundinn undir liðum 1-2.
Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat fundinn undir liðum 2-4 í fjarfundi.

Þórgunnur Reykjalín, skólstjóri Borgarhólsskóla, sat fundinn undir liðum 4-5.
Kristinn Lúðvíksson, forstöðumaður frístundar, sat fundinn undir lið 4.

1.Fjárhagsáætlun sviða Norðurþings

Málsnúmer 202209008Vakta málsnúmer

Bergþór Bjarnason kemur á fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.

2.Erindisbréf fastaráða Norðurþings

Málsnúmer 202101137Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur uppfært og yfirfarið erindisbréf fjölskylduráðs.
Ráðið vísar erindisbréfi til síðari umræðu hjá ráðinu á næsta fundi.

3.Sundlaugin í Lundi - rekstur sumarið 2023

Málsnúmer 202302017Vakta málsnúmer

Rekstur sundlaugarinnar í Lundi er nú í auglýsingu. Búið er að framlengja umsóknarfrest einu sinni og sem komið er hafa engar umsóknir borist.
Lagt fram til kynningar.

4.Starfsemi Frístundar 2023-2024

Málsnúmer 202303117Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um starfsemi Frístundar skólaárið 2023-2024.
Fjölskylduráð samþykkir að sumarfrístund nýti húsnæði Borgarhólsskóla á komandi sumri og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að útfæra í samstarfi við skólastjóra Borgarhólsskóla.

Í ljósi tímabundins húsnæðisvanda frístundar fer fjölskylduráð þess á leit við skipulags- og framkvæmdaráð að úrbætur verði gerðar á norðurenda Túns svo flytja megi þangað hluta af starfsemi frístundar á komandi skólaári 2023-2024. Fjölskylduráð hyggst nýta það húsnæði á meðan verið er að hanna og byggja nýtt húsnæði undir starfsemi frístundar.

5.Foreldrafélag Borgarhólsskóla óskar eftir úrbótum á sal Borgarhólsskóla

Málsnúmer 202304003Vakta málsnúmer

Stjórn foreldrafélags Borgarhólsskóla óskar eftir úrbótum á hljóðvist og hitastigi í sal skólans.
Fjölskylduráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og beinir því til ráðsins að vinna að leiðum til úrbóta fyrir næsta skólaár. Fjölskylduráð leggur jafnframt áherslu á það að huga þurfi að endurbótum á salnum í náinni framtíð.

6.Fagháskólanám í leikskólafræði

Málsnúmer 202304032Vakta málsnúmer

Erindi Háskólans á Akureyri um fagháskólanám í leikskólafræði sem hefst haustið 2023 er lagt fram til kynningar. Fagháskólanám í leikskólafræði er nýtt og spennandi verkefni sem gefur tækifæri til að efla leikskólastarf í leikskólum sveitarfélagsins.
Fjölskylduráð þiggur boð um kynningarfund á fagháskólanámi í leikskólafræðum og felur fræðslufulltrúa að koma fundinum á.

Fundi slitið - kl. 10:00.