Kostnaðaráætlun vegna færanlegra skólastofa vegna lausnar á húsnæðismálum frístundar
Málsnúmer 202306076
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 161. fundur - 20.06.2023
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur áætlaður kostnaður vegna 180 m² færanlegra skólastofa sem áformað er að koma fyrir í ágúst. Verð á skólastofum er 33,6 m.kr samsettar og komnar á staðinn, annar frágangur lagnir ofl. er áætlað 10,6 m.kr. Samtals áætlaður kostnaður er því 44,2 m.kr.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 161. fundur - 20.06.2023
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur viðauki vegna breytingar á fjárfestingu á árinu 2023, heildarfjárfesting er áætluð 44,2 m.kr vegna færanlegra skólastofa sem teknar verða í notkun á næstu mánuðum.
Áætlað var að ráðstafa 100 m.kr til byggingar frístundar á árinu 2023.
Áætlað var að ráðstafa 100 m.kr til byggingar frístundar á árinu 2023.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur fram fyrirliggjandi viðauka að upphæð 44.259.819 kr. og vísar honum til samþykktar og staðfestingar í byggðarráði.
Birkir Freyr Stefánsson óskar bókað, að hann leggst gegn viðauka á fjárlögum vegna frístundahúsnæðis. Það þarf að fá betri greiningu á hver stærð húsnæðisins þarf að vera. Hvar er besta staðsetning þess. Og ef það verður farið í þessa byggingu, er þá ekki betra að gera þetta betur með steyptum sökkli og þaki svo það verði hægt að notast við þessa fjárfestingu til lengri tíma?
Birkir Freyr Stefánsson óskar bókað, að hann leggst gegn viðauka á fjárlögum vegna frístundahúsnæðis. Það þarf að fá betri greiningu á hver stærð húsnæðisins þarf að vera. Hvar er besta staðsetning þess. Og ef það verður farið í þessa byggingu, er þá ekki betra að gera þetta betur með steyptum sökkli og þaki svo það verði hægt að notast við þessa fjárfestingu til lengri tíma?
Byggðarráð Norðurþings - 433. fundur - 22.06.2023
Á 161 fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var lagður til viðauki vegna breytingar á fjárfestingu á árinu 2023, heildarfjárfesting er áætluð 44,2 m.kr vegna færanlegra skólastofa sem teknar verða í notkun á næstu mánuðum.
Áætlað var að ráðstafa 100 m.kr til byggingar frístundar á árinu 2023.
Áætlað var að ráðstafa 100 m.kr til byggingar frístundar á árinu 2023.
Byggðarráð í umboði sveitarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi viðauka að upphæð 44.259.819 kr.