Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Rekstur Norðurþings 2023
Málsnúmer 202212086Vakta málsnúmer
Útsvarstekjur og rekstur fyrstu fimm mánuði ársins.
Fjármálastjóri fór yfir útsvarstekjur maímánaðar og lykiltölur í rekstri fyrstu fimm mánuði ársins.
2.Viðauki vegna frístundahúsnæðis, breyting á fjárfestingu 2023-2026
Málsnúmer 202306076Vakta málsnúmer
Á 161 fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var lagður til viðauki vegna breytingar á fjárfestingu á árinu 2023, heildarfjárfesting er áætluð 44,2 m.kr vegna færanlegra skólastofa sem teknar verða í notkun á næstu mánuðum.
Áætlað var að ráðstafa 100 m.kr til byggingar frístundar á árinu 2023.
Áætlað var að ráðstafa 100 m.kr til byggingar frístundar á árinu 2023.
Byggðarráð í umboði sveitarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi viðauka að upphæð 44.259.819 kr.
3.Norðursíldarhús Höfðabraut, Raufarhöfn
Málsnúmer 202203021Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja tilboð í fasteignina Höfðabraut 14 á Raufarhöfn.
Byggðarráð samþykkir að taka hæsta tilboði í eignina.
4.Samningar vegna hugbúnaðarþjónustu
Málsnúmer 202306015Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja drög af samningum við Advania um net og fjarskiptaþjónustu, rekstur og hýsingu, selda þjónustu.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur sveitarstjóra að ganga frá samningum við Advania.
5.Viljayfirlýsing - líforkuver - þróunarfélag
Málsnúmer 202306044Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja drög að viljayfirlýsingu um stofnun þróunarfélags sem er nauðsynlegt næsta skref að uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði.
Lagt fram til kynningar og ráðið frestar afgreiðslu til næsta fundar.
6.Styrktarsjóður EBÍ 2022
Málsnúmer 202203129Vakta málsnúmer
Borist hefur svar frá Styrktarsjóði EBÍ vegna umsóknar sveitarfélagsins 2023. Sótt var um styrk til styrkingar innviða við Heimskautsgerðið sem snýr að móttöku gesta og upplýsingaflæði til þeirra. Verkefnið hlýtur 600.000 kr styrk úr sjóðnum 2023.
Byggðarráð fagnar því að sjóðurinn veiti styrk til innviða uppbyggingar Heimskautagerðis á Raufarhöfn.
7.Samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038
Málsnúmer 202306078Vakta málsnúmer
Drög að samgönguáætlun 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028 er nú kynnt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar og verður opið fyrir athugasemdir og ábendingar til og með mánudeginum 31. júlí 2023.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera tillögu til byggðarráðs um athugasemdir og ábendingar í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyir ráðið að nýju.
8.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs
Málsnúmer 202211036Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja til kynningar fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 2023 frá: 99. fundi 12. apríl, 100. fundi 8. maí og 101. fundi 5. júní 2023.
Lagt fram til kynningar.
9.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023
Málsnúmer 202301065Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 928., 929. og 930. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
10.Ósk um tækifærisleyfi vegna Miðnæturgolfmóts Golfklúbbs Húsavíkur
Málsnúmer 202306079Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur að veita umsögn vegna tækifærisleyfis:
Staðsetning skemmtanahalds: Röff bistro,Katlavöllur, 640 Húsavík.
Tilefni skemmtanahalds: Miðnæturmót Gólfklúbbs Húsavíkur.
Áætlaður gestafjöldi: 40. Áætluð aldursdreifing gesta: frá 20.ára aldri
Tímasetning viðburðar: 24. júní 2023 frá kl. 17:00 til kl. 02:00 aðfararnótt 25. júní 2023.
Helstu dagskráratriði: Miðnæturgolfmót
Staðsetning skemmtanahalds: Röff bistro,Katlavöllur, 640 Húsavík.
Tilefni skemmtanahalds: Miðnæturmót Gólfklúbbs Húsavíkur.
Áætlaður gestafjöldi: 40. Áætluð aldursdreifing gesta: frá 20.ára aldri
Tímasetning viðburðar: 24. júní 2023 frá kl. 17:00 til kl. 02:00 aðfararnótt 25. júní 2023.
Helstu dagskráratriði: Miðnæturgolfmót
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.
Fundi slitið - kl. 09:58.