Fara í efni

Umsóknir um stofnframlög

Málsnúmer 202309027

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 441. fundur - 14.09.2023

Fyrir byggðarráði liggur tilkynning frá HMS; á næstu vikum verður auglýst eftir umsóknum í seinni úthlutun fyrir árið 2023 um stofnframlaglög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 183/2020.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna hvort sveitarfélagið eigi erindi til umsóknar í þessari úthlutun.

Byggðarráð Norðurþings - 445. fundur - 26.10.2023

Á 441 fundi byggðarráðs þann 14. september sl. fól byggðarráð sveitarstjóra að kanna hvort sveitarfélagið eigi erindi til umsóknar í seinni úthlutun HMS fyrir árið 2023.
Byggðarráð samþykkir tillögu sveitarstjóra um að sveitarfélagið sæki ekki um stofnframlag að þessu sinni þar sem nú þegar er unnið að uppbyggingu á svæðinu í samstarfi við Bjarg íbúðafélag og með stofnframlagi frá HMS.

Byggðarráð Norðurþings - 454. fundur - 25.01.2024

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Á næstu vikum verður auglýst eftir umsóknum í fyrstu úthlutun fyrir árið 2024 um stofnframlaglög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 183/2020.

Markmið laga um almennar íbúðir er að bæta húsnæðisöryggi þeirra sem eru undir tekju- og eignamörkum við upphaf leigu.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 469. fundur - 04.07.2024

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun auglýsir eftir umsóknum um stofnframlög til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 183/2020. Umsóknarfrestur er til og með 10. júlí 2024.
Byggðarráð samþykkir að sækja ekki um að þessu sinni enda er verkefni í gangi með Bjargi íbúðafélagi sem er þegar með samþykkt stofnframlag.

Byggðarráð Norðurþings - 486. fundur - 06.02.2025

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun; Opið er fyrir umsóknir í fyrstu úthlutun fyrir árið 2025 um stofnframlaglög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 183/2020. Mikilvægt er að hefja undirbúning fyrir umsóknir er áhugi er fyrir hendi. Umsóknarfrestur er til 27. febrúar 2025.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að skoða málið í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.

Byggðarráð Norðurþings - 487. fundur - 13.02.2025

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun; Opið er fyrir umsóknir í fyrstu úthlutun fyrir árið 2025 um stofnframlaglög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 183/2020. Mikilvægt er að hefja undirbúning fyrir umsóknir er áhugi er fyrir hendi. Umsóknarfrestur er til 27. febrúar 2025.

Á síðasta fundi ráðsins var sveitarstjóra falið að skoða málið frekar.
Byggðarráð samþykkir að sækja ekki um stofnframlög að þessu sinni en skoða málið með tilliti til þeirra breytinga sem eru að verða á skipulagi vegna þéttingar byggðar í næstu úthlutun sem verður síðar á árinu.