Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

487. fundur 13. febrúar 2025 kl. 08:30 - 11:40 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Áki Hauksson
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið nr.1, sat fundinn frá Norlandair ehf. Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri.


Undir lið nr.2, sátu fundinn frá Carbfix hf. Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri og Ólafur Elínarson samskiptastjóri.

1.Staða og horfur á Húsavíkurflugi

Málsnúmer 202502035Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs koma fulltrúar frá Norlandair og fara yfir stöðu og horfur á flugi félagsins til Húsavíkur.
Byggðarráð þakkar Guðbjarti Ellerti Jónssyni fjármálastjóra frá Norlandair fyrir komuna á fundinn og góða yfirferð á stöðu og horfum er varða framhald á flugi til Húsavíkur.

Norlandair hyggst ekki halda áfram áætlunarflugi til Húsavíkur eftir að samningstíma milli félagsins og ríkisins um flug til Húsavíkur lýkur þann 15. mars næstkomandi. Byggðarráð telur að samningurinn hafi verið til of skamms tíma, nýting flugsins hafi verið góð og lítið vanti upp á til að tryggja flug til Húsavíkur allt árið um kring.

Byggðarráð skorar á ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála að tryggja samninga um áætlunarflug til Húsavíkur allt árið.

2.Sameiginleg yfirlýsing Carbfix hf.og sveitarfélagsins Norðurþings.

Málsnúmer 202502034Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur sameiginleg yfirlýsing sveitarfélagsins Norðurþings og Carbfix hf.
Fulltrúar frá Carbfix hf. koma á fundinn og fara yfir hugmyndir félagsins um uppbyggingu á iðnaðarsvæðinu á Bakka.
Byggðarráð þakkar Eddu Sif Pind Aradóttur forstjóra og Ólafi Elínarsyni samskiptastjóra, fulltrúum Carbfix hf. fyrir komuna á fundinn og greinargóða kynningu á verkefninu.

Byggðarráð vísar sameiginlegri yfirlýsingu sveitarfélagsins Norðurþings og Carbfix hf. til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Í viðhengi með fundargerð er kynning þar sem frekari grein er gerð fyrir verkefninu.

3.Staða sjúkraflugs vegna lokana á flugbrautum á Reykjavíkurflugvelli

Málsnúmer 202502036Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að ræða stöðu sjúkraflugs vegna lokana á brautum Reykjavíkurflugvallar.
Byggðarráð Norðurþings harmar að komið hafi til lokana á flugbrautum 13-31 á Reykjavíkurflugvelli. Með því er öryggi fólks á landsbyggðunum og þjónustu við það skert enn frekar. Ráðið tekur undir sjónarmið Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi um að óheft aðgengi að flugvellinum er lífsnauðsynlegt fyrir sjúkraflug og óásættanlegt að öryggi og aðgengi landsbyggðanna að innanlandsflugvellinum í Reykjavík sé stefnt í voða vegna tregðu Reykjavíkurborgar við að fækka trjám til að tryggja aðflug. Byggðarráð skorar á Reykjavíkurborg að hraða aðgerðum við fellingu trjáa. Reykjavíkurborg er höfuðborg allra íbúa landsins og þarf að bregðast við í samræmi við það.

Byggðarráð skorar á Samgöngustofu að fullnýta allar lagaheimildir sínar til að tryggja opnun á flugbrautunum, þar með talið 150. gr. loftferðarlaga þar sem segir eftirfarandi:

"Telji Samgöngustofa verulega hættu stafa af hindrun eða öðru því sem 2. og 3. mgr taka til er henni heimilt að bregðast við án tafar og atbeina lögreglu ef þörf krefur".

Byggðarráð gerir þá kröfu á ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála og ríkisstjórn Íslands að gengið verði tafarlaust í málið til að tryggja þennan þátt öryggis íbúa og gesta landsbyggðanna.

4.Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2024 - 2025

Málsnúmer 202501094Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2024/2025.
Byggðarráð heldur áfram umfjöllun sinni á næsta fundi ráðsins.

5.Endurskoðun samþykkta Norðurþings

Málsnúmer 202501020Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að halda áfram vinnu við endurskoðun samþykkta Norðurþings.
Byggðarráð mun klára vinnu sína við endurskoðun samþykkta Norðurþings á næsta fundi sínum þann 20. febrúar nk.

6.Erindi frá sóknarnefnd Húsavíkurkirkju vegna fasteignagjalda 2025

Málsnúmer 202502018Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Sóknarnefnd Húsavíkurkirkju vegna álagðra fasteignagjalda á árinu 2025.
Byggðarráð samþykkir að veita Sóknarnefnd Húsavíkurkirkju styrk á móti fasteignagjöldum með sama hætti og gert var á árinu 2024.

7.Umsókn um rekstrarstyrk til Kvennaathvarfs á Norðurlandi

Málsnúmer 202502002Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ósk frá Samtökum um kvennaathvarf um styrk frá sveitarfélögum á Norðurlandi eystra til að mæta húsnæðiskostnaði athvarfsins á Akureyri fyrir árið 2025 sem er alls 4 milljónir króna. Hlutdeild Norðurþings í húsaleigunni er 391.250 kr reiknað út frá íbúafjölda.
Byggðarráð samþykkir ósk frá Samtökum um kvennaathvarf um styrk vegna húsnæðiskostnaðar á árinu 2025. Hlutdeild Norðurþings í kostnaði verður 391.205 kr á árinu 2025.

8.Vinabæjarmót Karlskoga 5.-9.júní 2024

Málsnúmer 202406032Vakta málsnúmer

Áki Hauksson og Hjálmar Bogi Hafliðason óska eftir umræðu um vinabæjarsamskipti og hvort áhugi sé fyrir því hjá byggðarráði að endurgjalda vinabæjarheimsókn til Karlskoga í Svíþjóð í júní sl.
Byggðarráð samþykkir að Norðurþing endurgjaldi heimsókn Karlskoga frá árinu 2024 og felur sveitarstjóra að hefja undirbúning og senda þeim formlegt boð.

9.Umsóknir um stofnframlög

Málsnúmer 202309027Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun; Opið er fyrir umsóknir í fyrstu úthlutun fyrir árið 2025 um stofnframlaglög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 183/2020. Mikilvægt er að hefja undirbúning fyrir umsóknir er áhugi er fyrir hendi. Umsóknarfrestur er til 27. febrúar 2025.

Á síðasta fundi ráðsins var sveitarstjóra falið að skoða málið frekar.
Byggðarráð samþykkir að sækja ekki um stofnframlög að þessu sinni en skoða málið með tilliti til þeirra breytinga sem eru að verða á skipulagi vegna þéttingar byggðar í næstu úthlutun sem verður síðar á árinu.

10.Opið samráð um áform um lagasetningu - mat á fjárhagslegum áhrifum frumvarpa á sveitarfélög

Málsnúmer 202502033Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið vekur athygli á því að opið samráð stendur nú yfir um áform um breytingar á sveitarstjórnarlögum, n.tt. 129. gr. laganna um mat á fjárhagslegum áhrifum lagafrumvarpa á sveitarfélög. Markmiðið með lagabreytingunni er að bæta gæði endanlegs áhrifamats á sveitarfélög og leggja til leiðir til að skera úr um ágreining ríkis og sveitarfélaga vegna kostnaðarauka sveitarfélaga.

Frestur til að skila inn umsögn um áformin er til og með 17. febrúar nk.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að skila inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

11.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202412055Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja þrjár fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfrélaga, frá fundum nr. 960 frá 13. desember sl., nr. 961 frá 17. janúar sl. og nr. 962 frá 22. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

12.Hverfisráð Raufarhafnar 2023-2025

Málsnúmer 202401123Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar frá 5. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Hverfisráð Raufarhafnar 2023-2025

Málsnúmer 202401123Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Hverfisráðs Raufarhafnar frá 24. janúar sl.
Byggðarráð vísar liðum 2 og 3 í fundargerðinni til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að vekja athygli stjórnar DA sf. á 5. lið fundargerðarinnar.

Fundi slitið - kl. 11:40.