Fara í efni

Staða og horfur á Húsavíkurflugi

Málsnúmer 202502035

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 487. fundur - 13.02.2025

Á fund byggðarráðs koma fulltrúar frá Norlandair og fara yfir stöðu og horfur á flugi félagsins til Húsavíkur.
Byggðarráð þakkar Guðbjarti Ellerti Jónssyni fjármálastjóra frá Norlandair fyrir komuna á fundinn og góða yfirferð á stöðu og horfum er varða framhald á flugi til Húsavíkur.

Norlandair hyggst ekki halda áfram áætlunarflugi til Húsavíkur eftir að samningstíma milli félagsins og ríkisins um flug til Húsavíkur lýkur þann 15. mars næstkomandi. Byggðarráð telur að samningurinn hafi verið til of skamms tíma, nýting flugsins hafi verið góð og lítið vanti upp á til að tryggja flug til Húsavíkur allt árið um kring.

Byggðarráð skorar á ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála að tryggja samninga um áætlunarflug til Húsavíkur allt árið.