Fara í efni

Sameiginleg yfirlýsing Carbfix hf.og sveitarfélagsins Norðurþings.

Málsnúmer 202502034

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 487. fundur - 13.02.2025

Fyrir byggðarráði liggur sameiginleg yfirlýsing sveitarfélagsins Norðurþings og Carbfix hf.
Fulltrúar frá Carbfix hf. koma á fundinn og fara yfir hugmyndir félagsins um uppbyggingu á iðnaðarsvæðinu á Bakka.
Byggðarráð þakkar Eddu Sif Pind Aradóttur forstjóra og Ólafi Elínarsyni samskiptastjóra, fulltrúum Carbfix hf. fyrir komuna á fundinn og greinargóða kynningu á verkefninu.

Byggðarráð vísar sameiginlegri yfirlýsingu sveitarfélagsins Norðurþings og Carbfix hf. til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Í viðhengi með fundargerð er kynning þar sem frekari grein er gerð fyrir verkefninu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 211. fundur - 18.02.2025

Byggðarráð hefur vísað sameiginlegri yfirlýsingu sveitarfélagsins og Carbfix hf. til afgreiðslu í sveitarstjórn. Á fundi byggðarráðs kom fram vilji til þess að verkefnið yrði jafnframt kynnt í skipulags- og framkvæmdaráði og fyrir sveitarstjórnarfulltrúum þar sem sveitarstjórn mun taka viljayfirlýsinguna til afgreiðslu á fundi sínum 27. febrúar.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Eddu Sif Pind Aradóttur og Ólafi Elínarsyni frá Carbfix fyrir komuna á fundinn og kynninguna.

Sveitarstjórn Norðurþings - 151. fundur - 27.02.2025

Á 487. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð vísar sameiginlegri yfirlýsingu sveitarfélagsins Norðurþings og Carbfix hf. til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Katrín, Benóný, Helena og Hjálmar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi yfirlýsingu.