Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2024 - 2025
Málsnúmer 202501094
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 487. fundur - 13.02.2025
Fyrir byggðarráði liggur úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2024/2025.
Byggðarráð heldur áfram umfjöllun sinni á næsta fundi ráðsins.
Byggðarráð Norðurþings - 488. fundur - 20.02.2025
Fyrir byggðarráði liggur að halda áfram umfjöllun sinni um úthlutun byggðakvóta til einstakra byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2024- 2025.
Byggðarráð Norðurþings gerir alvarlegar athugasemdir við úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2024/2025 og fer fram á hámarksúthlutun fyrir Raufarhöfn.
Byggðarráð vekur athygli á því að Raufarhöfn fær óbreytta úthlutun á milli ára eða 164 tonn, hámarksúthlutun almenna byggðakvótans til einstaka byggðarlaga er 285 tonn. Efnahagslegur ávinningur við litlar sjávarbyggðir með úthlutun byggðakvóta, bæði úr almenna kerfinu og því sértæka er öllum ljós. Það eykur líkur á að íbúar og fyrirtæki staðsetji sig á Raufarhöfn enda byggir atvinnulífið að stórum hluta á sjávarútvegi. Úthlutun á byggðakvóta tryggir betri aðstöðu fyrir sjávarbyggðir varðandi innviði og atvinnu, bætir lífsgæði og tryggir byggðafestu. Byggðakvóti er til að stuðla að jöfnuði og jafnrétti milli bæja og sveitarfélaga á Íslandi. Markmiðið er að skapa góða byggð fyrir öll og stuðla að jafnvægi í þróun landsbyggðanna. Byggðakvóti er tæki sem hefur verið notað til að stuðla að jafnari dreifingu á fiskveiðiheimildum.
Raufarhöfn var fyrsta byggðin á Íslandi sem fór í verkefni byggðastofnunar Brothættar byggðir. Það er engin vafi á því að sértæki byggðakvótinn sem veittur var og er til Raufarhafnar í gegnum verkefnið styður við markmið um úthlutun byggðakvóta til sjávarbyggða eins og Raufarhafnar. En sértæki byggðakvótinn sem Raufarhöfn hefur fengið í gegnum þessi verkefni hefur dregist verulega saman á síðustu árum og að mati byggðarráðs Norðurþings verður að rétta þann halla af með frekari úthlutun til Raufarhafnar í gegnum almenna byggðakvótann.
Einnig vekur ráðið athygli á að töluvert af aflamarki smærri útgerða hefur verið selt á síðustu árum frá Raufarhöfn bæði í krókaaflamarkinu og almenna kerfinu.
Byggðarráð vekur athygli á því að Raufarhöfn fær óbreytta úthlutun á milli ára eða 164 tonn, hámarksúthlutun almenna byggðakvótans til einstaka byggðarlaga er 285 tonn. Efnahagslegur ávinningur við litlar sjávarbyggðir með úthlutun byggðakvóta, bæði úr almenna kerfinu og því sértæka er öllum ljós. Það eykur líkur á að íbúar og fyrirtæki staðsetji sig á Raufarhöfn enda byggir atvinnulífið að stórum hluta á sjávarútvegi. Úthlutun á byggðakvóta tryggir betri aðstöðu fyrir sjávarbyggðir varðandi innviði og atvinnu, bætir lífsgæði og tryggir byggðafestu. Byggðakvóti er til að stuðla að jöfnuði og jafnrétti milli bæja og sveitarfélaga á Íslandi. Markmiðið er að skapa góða byggð fyrir öll og stuðla að jafnvægi í þróun landsbyggðanna. Byggðakvóti er tæki sem hefur verið notað til að stuðla að jafnari dreifingu á fiskveiðiheimildum.
Raufarhöfn var fyrsta byggðin á Íslandi sem fór í verkefni byggðastofnunar Brothættar byggðir. Það er engin vafi á því að sértæki byggðakvótinn sem veittur var og er til Raufarhafnar í gegnum verkefnið styður við markmið um úthlutun byggðakvóta til sjávarbyggða eins og Raufarhafnar. En sértæki byggðakvótinn sem Raufarhöfn hefur fengið í gegnum þessi verkefni hefur dregist verulega saman á síðustu árum og að mati byggðarráðs Norðurþings verður að rétta þann halla af með frekari úthlutun til Raufarhafnar í gegnum almenna byggðakvótann.
Einnig vekur ráðið athygli á að töluvert af aflamarki smærri útgerða hefur verið selt á síðustu árum frá Raufarhöfn bæði í krókaaflamarkinu og almenna kerfinu.
Byggðarráð Norðurþings - 489. fundur - 06.03.2025
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Matvælaráðuneytinu, ósk um að sérreglur vegna byggðakvóta berist ráðuneytinu fyrir 7. mars n.k.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir samsvarandi sérreglum og undanfarin ár sem eru eftirfarandi;
Norðurþing (breyting á viðmiðun um úthlutun, afmörkun landaðs afla, vinnsluskylda innan sveitarfélags). Ákvæði reglugerðar nr. 819/2024 gilda um úthlutun byggðakvóta Kópaskers og Raufarhafnar með eftirfarandi breytingum:
a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2023 til 31. ágúst 2024.
b) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
Afli sem landað er í sveitarfélagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
c) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1.september 2024 til 31. ágúst 2025.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma þessum óskum á framfæri við ráðuneytið.
Byggðarráð vísar sérreglunum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Norðurþing (breyting á viðmiðun um úthlutun, afmörkun landaðs afla, vinnsluskylda innan sveitarfélags). Ákvæði reglugerðar nr. 819/2024 gilda um úthlutun byggðakvóta Kópaskers og Raufarhafnar með eftirfarandi breytingum:
a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2023 til 31. ágúst 2024.
b) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
Afli sem landað er í sveitarfélagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
c) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1.september 2024 til 31. ágúst 2025.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma þessum óskum á framfæri við ráðuneytið.
Byggðarráð vísar sérreglunum til staðfestingar í sveitarstjórn.