Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
Gestir Húsavíkurstofu undir lið 1. Örlygur Hnefill Örlygsson, Heiðar Hrafn Halldórsson og Helga Björg Sigurðardóttir. Auk þess mætti undir þessum lið á fundinn Íris Jóhannsdóttir, frá Gáru.
1.Samningur Húsavíkurstofa 2025-2027
Málsnúmer 202404083Vakta málsnúmer
Samkvæmt samstarfssamningi Norðurþings og Húsavíkurstofu skal stefnt að því að fulltrúar Húsavíkurstofu fundi a.m.k. tvisvar sinnum á ári með byggðarráði og upplýsi um starfsemina og helstu verkefni.
Á fundinn mættu fulltrúar Húsavíkurstofu kl. 08:30.
Auk þess kom inn á fundinn Íris Jónsdóttir, rekstrarstjóri Gáru, sem er umboðsaðili vegna komu skemmtiferðaskipa.
Á fundinn mættu fulltrúar Húsavíkurstofu kl. 08:30.
Auk þess kom inn á fundinn Íris Jónsdóttir, rekstrarstjóri Gáru, sem er umboðsaðili vegna komu skemmtiferðaskipa.
Byggðarráð þakkar Örlygi Hnefli, Heiðari Hrafni, Helgu Björgu og Írisi fyrir komuna á fundinn og góðar upplýsingar um starfsemi Húsavíkurstofu.
Byggðarráð tekur undir sjónarmið Gáru og Húsavíkurstofu um að skattkerfisbreytingar vegna farþegagjalda á skemmtiferðaskip hefðu þurft lengri aðdraganda þar sem ferðir eru seldar með um tveggja ára fyrirvara.
Byggðarráð tekur undir sjónarmið Gáru og Húsavíkurstofu um að skattkerfisbreytingar vegna farþegagjalda á skemmtiferðaskip hefðu þurft lengri aðdraganda þar sem ferðir eru seldar með um tveggja ára fyrirvara.
2.Tilnefning í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík
Málsnúmer 202502074Vakta málsnúmer
Mennta- og barnamálaráðuneytið óskar eftir að Norðurþing tilnefni tvo aðalfulltrúa og aðra tvo til vara í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík en skipunartími núverandi skólanefndar lýkur 14. mars. Tilnefningar skulu berast ráðuneytinu eigi síðar en 11. mars nk.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna sem aðalmenn Ármann Örn Gunnlaugsson og Þorstein Snævar Benediktsson. Til vara eru tilnefnd Aldey Unnar Traustadóttir og Benóný Valur Jakobsson.
3.Sjúkraflug á Húsavíkurflugvöll
Málsnúmer 202503005Vakta málsnúmer
Í framhaldi af umræðu á sveitarstjórnarfundi er til umræðu staða sjúkraflugs þegar reglubundnu áætlunarflugi á Húsavíkurflugvöll, með ríkisstyrk, lýkur þann 15. mars nk.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með forsvarsfólki Isavia vegna reksturs og viðhalds Húsavíkurflugvallar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra jafnframt að kalla saman hagaðila á svæðinu vegna sjúkra- og farþegaflugs.
Byggðarráð felur sveitarstjóra jafnframt að kalla saman hagaðila á svæðinu vegna sjúkra- og farþegaflugs.
4.Krubbur hugmyndahraðhlaup
Málsnúmer 202411024Vakta málsnúmer
Krubbur, hugmyndahraðhlaup, fer fram á Stéttinni á Húsavík 28.- 29. mars 2025. Norðurþing verður með áskorun sbr. samþykkt byggðarráðs frá 481. fundi þann 14. nóvember 2025.
Lagt fram til kynningar.
5.Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2024 - 2025
Málsnúmer 202501094Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Matvælaráðuneytinu, ósk um að sérreglur vegna byggðakvóta berist ráðuneytinu fyrir 7. mars n.k.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir samsvarandi sérreglum og undanfarin ár sem eru eftirfarandi;
Norðurþing (breyting á viðmiðun um úthlutun, afmörkun landaðs afla, vinnsluskylda innan sveitarfélags). Ákvæði reglugerðar nr. 819/2024 gilda um úthlutun byggðakvóta Kópaskers og Raufarhafnar með eftirfarandi breytingum:
a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2023 til 31. ágúst 2024.
b) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
Afli sem landað er í sveitarfélagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
c) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1.september 2024 til 31. ágúst 2025.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma þessum óskum á framfæri við ráðuneytið.
Byggðarráð vísar sérreglunum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Norðurþing (breyting á viðmiðun um úthlutun, afmörkun landaðs afla, vinnsluskylda innan sveitarfélags). Ákvæði reglugerðar nr. 819/2024 gilda um úthlutun byggðakvóta Kópaskers og Raufarhafnar með eftirfarandi breytingum:
a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2023 til 31. ágúst 2024.
b) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
Afli sem landað er í sveitarfélagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
c) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1.september 2024 til 31. ágúst 2025.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma þessum óskum á framfæri við ráðuneytið.
Byggðarráð vísar sérreglunum til staðfestingar í sveitarstjórn.
6.Starf flugklasans Air 66N
Málsnúmer 202204077Vakta málsnúmer
Markaðsstofa Norðurlands boðar til fundar um málefni Flugklasans Air 66N miðvikudaginn 2. apríl 2025. Fundurinn verður haldinn á Akureyri kl. 10:30-12:00.
Óskað er eftir þátttöku sveitarstjóra og/eða annarra fulltrúa sveitarfélagsins til þess að ræða málefni Flugklasans og starfið næstu ár. Tilkynna skal þátttöku og fjölda fulltrúa frá sveitarfélaginu eigi síðar en 23. mars n.k.
Óskað er eftir þátttöku sveitarstjóra og/eða annarra fulltrúa sveitarfélagsins til þess að ræða málefni Flugklasans og starfið næstu ár. Tilkynna skal þátttöku og fjölda fulltrúa frá sveitarfélaginu eigi síðar en 23. mars n.k.
Byggðarráð tilnefnir Katrínu Sigurjónsdóttur, sveitarstjóra, sem fulltrúa Norðurþings á fundinum.
Byggðarráð ítrekar fyrri bókanir sínar um að ríkið komi sterkar inn í starfsemi Flugklasans Air66N.
Byggðarráð ítrekar fyrri bókanir sínar um að ríkið komi sterkar inn í starfsemi Flugklasans Air66N.
7.Boð á ársþing SSNE 2025
Málsnúmer 202503006Vakta málsnúmer
Stjórn SSNE boðar til ársþings SSNE 2025 sem haldið verður á Hótel Natur, Svalbarðsstrandarhreppi, 2.-3. apríl næstkomandi.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð minnir á að næsti sveitarstjórnarfundur er þennan sama fimmtudag eftir hádegi á Húsavík.
Byggðarráð minnir á að næsti sveitarstjórnarfundur er þennan sama fimmtudag eftir hádegi á Húsavík.
8.Boðun á XL.landsþing Sambands ísl.sveitarfélaga
Málsnúmer 202503016Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur boð á XL. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið fimmtudaginn 20. mars nk. á Hilton Reykjavík Nordica.
Lagt fram til kynningar.
9.Aðalfundarboð LS 2025
Málsnúmer 202503007Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga fimmtudaginn 20. mars 2025 á Hilton Reykjavik Nordica.
Lagt fram til kynningar.
10.Upplýsingar frá þróunarsviði Sambandsins
Málsnúmer 202503015Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur pistill aðalhagfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 5. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.
11.Fundargerðir SSNE 2024
Málsnúmer 202401065Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 70. fundar stjórnar SSNE sem fram fór 5. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
12.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Málsnúmer 202412055Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga nr. 965-970 frá 18.-25. febrúar 2025.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð óskar eftir að fá til kynningar fundargerð 964. fundar sem vantar inn í númeraröðina.
Byggðarráð óskar eftir að fá til kynningar fundargerð 964. fundar sem vantar inn í númeraröðina.
Fundi slitið - kl. 10:45.