Fara í efni

Samningur Húsavíkurstofa 2025-2027

Málsnúmer 202404083

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 462. fundur - 24.04.2024

Fyrir byggðarráði liggja drög að samstarfssamningi við Húsavíkurstofu vegna næstu þriggja ára en núverandi samningur rennur út í lok árs 2024.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti drög að samning við Húsavíkurstofu með áorðnum breytingum og vísar honum til fjárhagsáætlunargerðar haustið 2024.

Byggðarráð Norðurþings - 489. fundur - 06.03.2025

Samkvæmt samstarfssamningi Norðurþings og Húsavíkurstofu skal stefnt að því að fulltrúar Húsavíkurstofu fundi a.m.k. tvisvar sinnum á ári með byggðarráði og upplýsi um starfsemina og helstu verkefni.

Á fundinn mættu fulltrúar Húsavíkurstofu kl. 08:30.
Auk þess kom inn á fundinn Íris Jónsdóttir, rekstrarstjóri Gáru, sem er umboðsaðili vegna komu skemmtiferðaskipa.
Byggðarráð þakkar Örlygi Hnefli, Heiðari Hrafni, Helgu Björgu og Írisi fyrir komuna á fundinn og góðar upplýsingar um starfsemi Húsavíkurstofu.

Byggðarráð tekur undir sjónarmið Gáru og Húsavíkurstofu um að skattkerfisbreytingar vegna farþegagjalda á skemmtiferðaskip hefðu þurft lengri aðdraganda þar sem ferðir eru seldar með um tveggja ára fyrirvara.