Staða sjúkraflugs vegna lokana á flugbrautum á Reykjavíkurflugvelli
Málsnúmer 202502036
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 487. fundur - 13.02.2025
Fyrir byggðarráði liggur að ræða stöðu sjúkraflugs vegna lokana á brautum Reykjavíkurflugvallar.
Byggðarráð skorar á Samgöngustofu að fullnýta allar lagaheimildir sínar til að tryggja opnun á flugbrautunum, þar með talið 150. gr. loftferðarlaga þar sem segir eftirfarandi:
"Telji Samgöngustofa verulega hættu stafa af hindrun eða öðru því sem 2. og 3. mgr taka til er henni heimilt að bregðast við án tafar og atbeina lögreglu ef þörf krefur".
Byggðarráð gerir þá kröfu á ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála og ríkisstjórn Íslands að gengið verði tafarlaust í málið til að tryggja þennan þátt öryggis íbúa og gesta landsbyggðanna.