Áætlunarflug flugfélagsins Ernis til Húsavíkur
Málsnúmer 202309061
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 441. fundur - 14.09.2023
Fyrir byggðarráði liggja upplýsingar um samtöl Norðurþings við flugfélagið Erni og ríkisvaldið um framtíð áætlanaflugs til Húsavíkur.
Byggðarráð Norðurþings - 442. fundur - 26.09.2023
Fyrir byggðarráði liggur staðan á viðræðum við stjórnvöld vegna áætlunarflugs flugfélagsins Ernis til Húsavíkur.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi viðræður við stjórnvöld vegna áætlunarflugs á Húsavíkurflugvöll. Byggðarráð ítrekar fyrri áskoranir sínar á stjórnvöld um að veita tímabundinn styrk svo áætlunarflug haldi áfram á Húsavíkurflugvöll.
Byggðarráð Norðurþings - 460. fundur - 27.03.2024
Fyrir byggðarráði liggur áskorun vegna ákvörðunar Vegagerðarinnar um að flug til Húsavíkur verði boðið út fyrir næsta vetur en þá aðeins yfir vetrarmánuðina, frá desember til febrúarloka.
Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar sat fundinn undir þessum lið.
Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar sat fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð þakkar Aðalsteini Árna fyrir komuna á fundinn.
Fyrir liggur að Vegagerð ríkisins hyggst ekki endurnýja samning um framlag til innanlandsflugs til Húsavíkur til eins mánaðar. Einnig liggur fyrir að flugfélagið Ernir hyggst skila inn flugrektrarleyfi sínu.
Unnið er að útboði á flugi til Húsavíkur yfir erfiðustu vetrarmánuðina. Ráðið væntir þess að útboðið feli í sér þann sveigjanleika að framlag Vegagerðarinnar verði sex mánuðir yfir vetrartímann. Innviðaráðuneyti og Vegagerð var í samtali við heimafólk um tíðni áætlunarflugs sem nyti framlags hins opinbera en tilkynnir einhliða að áætlunarflug verði aðeins styrkt yfir erfiðustu mánuðina eða í þrjá mánuði, desember, janúar og febrúar. Til að mæta forsendum áætlunarflug á markaðslegum forsendum yfir sumartímann þarf að lengja það tímabil sem um ræðir. Sömuleiðis hvetur ráðið flugrekstraraðila til að halda áætlunarflugi yfir sumartímann.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með innviðaráðherra um málið hið fyrsta.
Fyrir liggur að Vegagerð ríkisins hyggst ekki endurnýja samning um framlag til innanlandsflugs til Húsavíkur til eins mánaðar. Einnig liggur fyrir að flugfélagið Ernir hyggst skila inn flugrektrarleyfi sínu.
Unnið er að útboði á flugi til Húsavíkur yfir erfiðustu vetrarmánuðina. Ráðið væntir þess að útboðið feli í sér þann sveigjanleika að framlag Vegagerðarinnar verði sex mánuðir yfir vetrartímann. Innviðaráðuneyti og Vegagerð var í samtali við heimafólk um tíðni áætlunarflugs sem nyti framlags hins opinbera en tilkynnir einhliða að áætlunarflug verði aðeins styrkt yfir erfiðustu mánuðina eða í þrjá mánuði, desember, janúar og febrúar. Til að mæta forsendum áætlunarflug á markaðslegum forsendum yfir sumartímann þarf að lengja það tímabil sem um ræðir. Sömuleiðis hvetur ráðið flugrekstraraðila til að halda áætlunarflugi yfir sumartímann.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með innviðaráðherra um málið hið fyrsta.
Byggðarráð skorar á ríkisstjórn Íslands að veita tímabundinn styrk svo að áætlunarflug til Húsavíkur leggist ekki niður.