Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
Undir lið nr. 2, sat fundinn Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar.
1.Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar 2024
Málsnúmer 202403033Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur að ræða um gjaldskrárbreytingar í tengslum við ný gerða kjarasamninga.
Byggðarráð fagnar því að kjarasamningar til fjögurra ára hafi náðst á almennum vinnumarkaði. Sveitarfélagið mun verða við áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga og taka þátt í aðgerðum ríkisstjórnarinnar þar að lútandi.
Það er von byggðarráðs að sambærilegir samningar náist einnig á opinberum markaði. Enda hafa þeir mest áhrif á launaútgjöld sveitarfélagsins. Þannig skila aðgerðir sveitarfélaga við lækkun gjaldskráa og niðurgreiðslu skólamáltíða í grunnskólum sér best til íbúa og hafi raunveruleg áhrif á verðbólgu og vexti til lengri tíma.
Gjaldskrár tóku almennt 7,5% hækkun um sl. áramót en það er vilji byggðarráðs að endurskoða þær gjaldskrár sem snúa að barnafjölskyldum og fólki í viðkvæmri stöðu. Ráðið beinir því til fjölskylduráðs að endurskoða sérstaklega gjaldskrár félagsþjónustu, leikskóla og frístundar. Lækkun á áðurnefndum gjaldskrám verði 3-4% og taki breytingin gildi 1. maí. Ríki og sveitarfélög munu útfæra markmið um gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir lok maí 2024 og mun Norðurþing kynna sína aðkomu þegar útfærslan liggur fyrir.
Sveitarfélagið Norðurþing hefur til fjölda ára boðið börnum við 12 mánaða aldur vistun á leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Þegar það tekst ekki brúar sveitarfélagið bilið með heimgreiðslum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
Byggðarráð minnir á að börn í tveimur elstu árunum í leikskóla og fyrstu tveimur bekkjunum í grunnskóla æfa tvær til þrjár íþróttir gjaldfrjálst 9 mánuði ársins í svokölluðu samþættingarverkefni sveitarfélagsins. Ráðið lítur svo á að það sé góð þjónusta við barnafjölskyldur sveitarfélagsins og mikilvægur þáttur í íþrótta- og tómstundastarfi ungra barna.
Sveitarfélagið tekur þátt í uppbyggingu leiguhúsnæðis til tekjulágra einstaklinga í samstarfi við Bríet og Bjarg íbúðafélög, bæði á Húsavík og Kópaskeri ásamt því að vinna að deiliskipulögum til að auka lóðaframboð hjá sveitarfélaginu.
Það er von byggðarráðs að sambærilegir samningar náist einnig á opinberum markaði. Enda hafa þeir mest áhrif á launaútgjöld sveitarfélagsins. Þannig skila aðgerðir sveitarfélaga við lækkun gjaldskráa og niðurgreiðslu skólamáltíða í grunnskólum sér best til íbúa og hafi raunveruleg áhrif á verðbólgu og vexti til lengri tíma.
Gjaldskrár tóku almennt 7,5% hækkun um sl. áramót en það er vilji byggðarráðs að endurskoða þær gjaldskrár sem snúa að barnafjölskyldum og fólki í viðkvæmri stöðu. Ráðið beinir því til fjölskylduráðs að endurskoða sérstaklega gjaldskrár félagsþjónustu, leikskóla og frístundar. Lækkun á áðurnefndum gjaldskrám verði 3-4% og taki breytingin gildi 1. maí. Ríki og sveitarfélög munu útfæra markmið um gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir lok maí 2024 og mun Norðurþing kynna sína aðkomu þegar útfærslan liggur fyrir.
Sveitarfélagið Norðurþing hefur til fjölda ára boðið börnum við 12 mánaða aldur vistun á leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Þegar það tekst ekki brúar sveitarfélagið bilið með heimgreiðslum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
Byggðarráð minnir á að börn í tveimur elstu árunum í leikskóla og fyrstu tveimur bekkjunum í grunnskóla æfa tvær til þrjár íþróttir gjaldfrjálst 9 mánuði ársins í svokölluðu samþættingarverkefni sveitarfélagsins. Ráðið lítur svo á að það sé góð þjónusta við barnafjölskyldur sveitarfélagsins og mikilvægur þáttur í íþrótta- og tómstundastarfi ungra barna.
Sveitarfélagið tekur þátt í uppbyggingu leiguhúsnæðis til tekjulágra einstaklinga í samstarfi við Bríet og Bjarg íbúðafélög, bæði á Húsavík og Kópaskeri ásamt því að vinna að deiliskipulögum til að auka lóðaframboð hjá sveitarfélaginu.
2.Áætlunarflug flugfélagsins Ernis til Húsavíkur
Málsnúmer 202309061Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur áskorun vegna ákvörðunar Vegagerðarinnar um að flug til Húsavíkur verði boðið út fyrir næsta vetur en þá aðeins yfir vetrarmánuðina, frá desember til febrúarloka.
Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar sat fundinn undir þessum lið.
Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar sat fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð þakkar Aðalsteini Árna fyrir komuna á fundinn.
Fyrir liggur að Vegagerð ríkisins hyggst ekki endurnýja samning um framlag til innanlandsflugs til Húsavíkur til eins mánaðar. Einnig liggur fyrir að flugfélagið Ernir hyggst skila inn flugrektrarleyfi sínu.
Unnið er að útboði á flugi til Húsavíkur yfir erfiðustu vetrarmánuðina. Ráðið væntir þess að útboðið feli í sér þann sveigjanleika að framlag Vegagerðarinnar verði sex mánuðir yfir vetrartímann. Innviðaráðuneyti og Vegagerð var í samtali við heimafólk um tíðni áætlunarflugs sem nyti framlags hins opinbera en tilkynnir einhliða að áætlunarflug verði aðeins styrkt yfir erfiðustu mánuðina eða í þrjá mánuði, desember, janúar og febrúar. Til að mæta forsendum áætlunarflug á markaðslegum forsendum yfir sumartímann þarf að lengja það tímabil sem um ræðir. Sömuleiðis hvetur ráðið flugrekstraraðila til að halda áætlunarflugi yfir sumartímann.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með innviðaráðherra um málið hið fyrsta.
Fyrir liggur að Vegagerð ríkisins hyggst ekki endurnýja samning um framlag til innanlandsflugs til Húsavíkur til eins mánaðar. Einnig liggur fyrir að flugfélagið Ernir hyggst skila inn flugrektrarleyfi sínu.
Unnið er að útboði á flugi til Húsavíkur yfir erfiðustu vetrarmánuðina. Ráðið væntir þess að útboðið feli í sér þann sveigjanleika að framlag Vegagerðarinnar verði sex mánuðir yfir vetrartímann. Innviðaráðuneyti og Vegagerð var í samtali við heimafólk um tíðni áætlunarflugs sem nyti framlags hins opinbera en tilkynnir einhliða að áætlunarflug verði aðeins styrkt yfir erfiðustu mánuðina eða í þrjá mánuði, desember, janúar og febrúar. Til að mæta forsendum áætlunarflug á markaðslegum forsendum yfir sumartímann þarf að lengja það tímabil sem um ræðir. Sömuleiðis hvetur ráðið flugrekstraraðila til að halda áætlunarflugi yfir sumartímann.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með innviðaráðherra um málið hið fyrsta.
3.Ketilsbraut 7-9, húsnæðisaðstæður
Málsnúmer 202312079Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur að ræða áfram um lausnir á húsnæðismálum stjórnsýslunnar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að skoða þá kosti sem voru til umræðu á fundinum.
4.Ársþing SSNE 2024
Málsnúmer 202403096Vakta málsnúmer
Stjórn SSNE boðar til ársþings 2024 sem haldið verður á Sel Hótel Mývatn 18.-19. apríl 2024.
Lagt fram til kynningar.
5.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024
Málsnúmer 202401083Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fundur nr. 946 frá 15. mars sl.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:17.