Aðgengi fyrir öll í Norðurþingi
Málsnúmer 202310088
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Norðurþings - 138. fundur - 19.10.2023
Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi tillaga frá Aldeyju Unnar Traustadóttur, Benóný Val Jakobssyni og Ingibjörgu Benediktsdóttur fulltrúum S og V lista:
Við allar nýjar framkvæmdir sveitarfélagsins sem og endurbætur af hálfu sveitarfélagsins verði lögð áhersla á fjölskylduvæna nálgun og aðgengi fyrir öll. Það er að notagildi og aðgengi sé hannað með þarfir ólíkra hópa í huga s.s. fólk með hreyfihömlun, fólk með barnavagna o.fl. alls staðar þar sem því er við komið. Þar á meðal verði úrbætur á aðgengi að Suðurfjöru útfærðar á þessum forsendum til þess að gera ólíkum hópum samfélagsins fært að nýta mannvirkin.
Við allar nýjar framkvæmdir sveitarfélagsins sem og endurbætur af hálfu sveitarfélagsins verði lögð áhersla á fjölskylduvæna nálgun og aðgengi fyrir öll. Það er að notagildi og aðgengi sé hannað með þarfir ólíkra hópa í huga s.s. fólk með hreyfihömlun, fólk með barnavagna o.fl. alls staðar þar sem því er við komið. Þar á meðal verði úrbætur á aðgengi að Suðurfjöru útfærðar á þessum forsendum til þess að gera ólíkum hópum samfélagsins fært að nýta mannvirkin.
Soffía leggur fram eftirfarandi breytingatillögu:
Við allar nýjar framkvæmdir sveitarfélagsins sem og endurbætur af hálfu sveitarfélagsins verði lögð áhersla á fjölskylduvæna nálgun og aðgengi fyrir öll. Það er að notagildi og aðgengi sé hannað með þarfir ólíkra hópa í huga s.s. fólk með hreyfihömlun, fólk með barnavagna o.fl. alls staðar þar sem því er við komið. Óraunhæft er að tryggja aðgengi fyrir öll í þeim tillögum sem nú eru í undirbúningi er varðar aðgengi að Suðurföru á Húsavík, en í gildandi aðalskipulagi er horft til þess að loka fyrir bílaumferð um Búðargil og samhliða því að gera gönguleið um gilið til að tryggja aðgengi fyrir öll að Suðurfjöru.
Undir hana rita:
Eiður Pétursson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Soffía Gísladóttir
Breytingatillagan er samþykkt með atkvæðum Áka, Eiðs, Hafrúnar, Helenu, Hjálmars og Soffíu.
Aldey og Benóný greiða atkvæði á móti breytingatillögunni.
Ingibjörg situr hjá.