Fara í efni

Hitaveita í Hraunabyggð

Málsnúmer 202311050

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 249. fundur - 14.11.2023

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggur erindi frá sumarhúsaeigendum í Hraunabyggð (sunnan við flugvöllinn á Húsavík) varðandi möguleika á lagningu hitaveitu í hverfinu.
Rekstrarstjóri fór yfir forsendur þess að leggja hitaveitu í Hraunabyggð. Miðað við þær forsendur sem liggja fyrir er hitastig það lágt að ekki er talið fýsilegt að hefja lagningu hitaveitu inn í hverfið fyrr en endurnýjun á Reykjahverfislögn er lokið að fullu.