Orkuveita Húsavíkur ohf
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2024
Málsnúmer 202310132Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur liggur til síðari umræðu fjárhagsáætlun fyrir árið 2024, til samþykktar.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárið 2024.
2.Gjaldskrá Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2024
Málsnúmer 202310133Vakta málsnúmer
Fyrir liggur stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. að taka ákvörðun um gjaldskrá félagsins.
Í ljósi sterkrar stöðu Orkuveitu Húsavíkur hefur stjórn ákveðið að stilla gjaldskráhækkun í hóf miðað við þróun vísitölu. Stjórn samþykkir að hækka gjaldskrá um 5%.
3.Framkvæmdaráætlun Orkuveitu Húsavíkur ohf. fyrir árið 2024
Málsnúmer 202311004Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur liggja fyrir drög að framkvæmdaáætlun fyrir árið 2024.
Farið var yfir framkvæmdaráætlun 2024. Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir ráðstöfunarfé til framkvæmda að upphæð allt að 167 m.kr. sem skiptist á milli kjarnastarfsemi Orkuveitunnar sem er hitaveita, vatnsveita og fráveita.
4.Hönnun gönguleiðar frá Stangarbakkastíg niður Árgil.
Málsnúmer 201808065Vakta málsnúmer
stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.liggur fyrir endurunnin tillaga af hönnun á stiga niður Árgil. Hannað af Faglausn ehf.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. felur rekstrarstjóra að vinna málið áfram og leita í framhaldi tilboða í framkvæmdina.
5.Kynning rekstrarstjóra á stöðu mála
Málsnúmer 202208057Vakta málsnúmer
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar yfirferð rekstrarstjóra.
6.Hitaveita í Hraunabyggð
Málsnúmer 202311050Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggur erindi frá sumarhúsaeigendum í Hraunabyggð (sunnan við flugvöllinn á Húsavík) varðandi möguleika á lagningu hitaveitu í hverfinu.
Rekstrarstjóri fór yfir forsendur þess að leggja hitaveitu í Hraunabyggð. Miðað við þær forsendur sem liggja fyrir er hitastig það lágt að ekki er talið fýsilegt að hefja lagningu hitaveitu inn í hverfið fyrr en endurnýjun á Reykjahverfislögn er lokið að fullu.
Fundi slitið - kl. 11:50.