Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga og leiðbeiningar um framkvæmd
Málsnúmer 202311105
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 450. fundur - 07.12.2023
Innviðaráðuneytið vekur athygli á því að ný reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga nr. 922/2023 hefur verið staðfest og birt í Stjórnartíðindum, sjá hér.
Reglugerðin fjallar um íbúakosningar á grundvelli 133. gr. sveitarstjórnarlaga sem ekki fara fram með rafrænum hætti. Reglugerðin hefur það markmið að einfalda og minnka umfang íbúakosninga sveitarfélaga og auka vald sveitarfélaga hvað kosningarétt varðar í ráðgefandi íbúakosningum. Reglugerðinni er jafnframt ætlað að auka lýðræðisþátttöku og sjálfbærni sveitarfélaga og þannig efla sveitarstjórnarstigið í heild.
Reglugerðin fjallar um íbúakosningar á grundvelli 133. gr. sveitarstjórnarlaga sem ekki fara fram með rafrænum hætti. Reglugerðin hefur það markmið að einfalda og minnka umfang íbúakosninga sveitarfélaga og auka vald sveitarfélaga hvað kosningarétt varðar í ráðgefandi íbúakosningum. Reglugerðinni er jafnframt ætlað að auka lýðræðisþátttöku og sjálfbærni sveitarfélaga og þannig efla sveitarstjórnarstigið í heild.
Lagt fram til kynningar.