Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

450. fundur 07. desember 2023 kl. 08:30 - 09:57 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið nr. 1, sátu fundinn Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og Hjalti Páll Þórarinsson verkefnastjóri Flugklasans Air 66N.

1.Erindi til sveitarstjórnar varðandi stuðning við Flugklasann Air66N

Málsnúmer 202309140Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Markaðsstofu Norðurlands vegna Flugklasans Air 66N, ósk um að sveitarstjórn taki málið upp að nýju og haldi áfram að styðja Flugklasann í það minnsta á næsta ári með framlagi sem nemur 300 kr á hvern íbúa.

Á fund byggðarráðs mæta fulltrúar frá Markaðsstofu Norðurlands og fylgja málinu eftir.
Byggðarráð þakkar Arnheiði Jóhannsdóttir framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands og Hjalta Páli Þórarinssyni verkefnastjóra FlugklasansAir 66N fyrir komuna á fundinn.

Meirihluti byggðarráðs hafnar að styrkja Flugklasann Air 66N á árinu 2024.

Hafrún óskar bókað að hún hefði vilja styrkja Flugklasann áfram á árinu 2024.
Aldey og Benóný taka undir bókun Hafrúnar og óska eftir að málið verði tekið upp í sveitarstjórn.

2.Rekstur Norðurþings 2023

Málsnúmer 202212086Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja útsvarstekjur sveitarfélagsins fyrir nóvember 2023.
Lagt fram til kynningar.

3.Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023- 2024

Málsnúmer 202312019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Matvælaráðuneytinu, bréf dagsett þann 1. desember sl. þar sem fram koma upplýsingar um úthlutun byggðakvóta innan sveitarfélagsins fiskveiðiárið 2023/2024.

Úthlutun til byggðarlaga í Norðurþingi er eftirfarandi:
Kópasker 15 þorskígildistonn (óbreytt á milli ára).
Raufarhöfn 164 þorskígildistonn (óbreytt milli ára).

Sveitarfélögum er gefinn frestur til 29. desember n.k. til að senda ráðuneytinu tillögur um sérreglur. Tillögur sveitarfélaganna verða síðan til kynningar í sjö daga áður en þær verða teknar til efnislegrar meðferðar.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir samsvarandi sérreglum og undanfarin ár sem eru eftirfarandi;

Norðurþing (breyting á viðmiðun um úthlutun, afmörkun landaðs afla, vinnsluskylda innan sveitarfélags).
Ákvæði reglugerðar nr. 1370/2022 gilda um úthlutun byggðakvóta Kópaskers og Raufarhafnar með eftirfarandi breytingum:

a)
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2022 til 31. ágúst 2023.

b)
Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli sem landað er í sveitarfélagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

c)
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1.september 2023 til 31. ágúst 2024.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma þessum óskum á framfæri við ráðuneytið.


Fylgiskjöl:

4.Varðar hækkanir á gjaldskrám

Málsnúmer 202311116Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ályktun Framsýnar stéttarfélags þar sem félagið skorar á ríkið og sveitarfélög á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum að gæta hófs í hækkunum á þjónustugjöldum.
Byggðarráð þakkar erindið og telur þær tillögur að gjaldskrám sem nú þegar hafa verið samþykktar í sveitarstjórn hafi gert ráð fyrir hófstilltum hækkunum.

Benóný Valur óskar bókað; Tekur undir hluta af ályktun Framsýnar hvað varðar álögur á barnafjölskyldur.
Fylgiskjöl:

5.Samgöngustefna SSNE 2023-2033

Málsnúmer 202311096Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar samgöngustefna SSNE 2023-2033. Að stefnunni komu sveitarfélögin tíu á Norðurlandi eystra sem eiga aðild að SSNE og er í henni mörkuð stefna í samgöngu- og innviðamálum til næstu tíu ára.

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) ásamt sveitarfélögunum á Norðurlandi eystra hafa undanfarin misseri unnið að því að marka stefnu landshlutans í samgöngu og innviðamálum landshlutans. Þeirri vinnu lauk nýverið með samþykkt stefnunnar á haustþingi SSNE og hefur Samgöngu- og innviðastefna Norðurlands eystra 2023-2033 verið gefin út.

Helstu áherslur SSNE í samgöngumálum endurspeglast í fjórum áherslum: Öruggar samgöngur, greiðar samgöngur, umhverfislega sjálfbærar samgöngur og jákvæð byggðaþróun.
Byggðarráð lýsir ánægju sinni með samgöngustefnu SSNE 2023-2033.

6.Flugeldasala Kiwanisklúbbsins Skjálfanda á Húsavík 2023

Málsnúmer 202311104Vakta málsnúmer

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna flugeldasölu klúbbsins í kringum áramót og þrettánda 2023/2024.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn vegna flugeldasölu Kiwanisklúbbsins Skjálfanda.

7.Umboð sveitarstjóra til afgreiðslu á umsögnum vegna brenna og flugeldasýninga

Málsnúmer 201912096Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að veita sveitarstjóra umboð til afgreiðslu erinda vegna brenna og flugeldasýninga um jól og áramót 2023- 2024.
Byggðarráð veitir sveitarstjóra umboð til að afgreiða umsóknir um brennur og flugeldasýningar í sveitarfélaginu.

8.Minnisblað um skattlagningu fyrir Samtök orkusveitarfélaga

Málsnúmer 202311117Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað frá Samtökum orkusveitarfélaga um grunnrentuskatt og framleiðslugjald vegna vindorkuvera.
Lagt fram til kynningar.

9.Ósk um lengdan opnunartíma 31.desember 2023

Málsnúmer 202311125Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ósk um lengda opnun á gamlárskvöld frá Hlöðufelli.

Byggðarráð samþykkir að veita undanþágu vegna opnunartíma til kl. 04:00 aðfaranótt 1.1.2024.

10.Aðalfundur Fjallalambs 2023

Málsnúmer 202311091Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að staðfesta tilnefningu ráðsins á aðalfund Fjallalambs 2023 sem áður hafði verið samþykkt af fulltrúum í gegnum tölvupóst.
Byggðarráð staðfestir að Katrín Sigurjónsdóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundi Fjallalambs.

11.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301065Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 938. stjórnar fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

12.Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga og leiðbeiningar um framkvæmd

Málsnúmer 202311105Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið vekur athygli á því að ný reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga nr. 922/2023 hefur verið staðfest og birt í Stjórnartíðindum, sjá hér.

Reglugerðin fjallar um íbúakosningar á grundvelli 133. gr. sveitarstjórnarlaga sem ekki fara fram með rafrænum hætti. Reglugerðin hefur það markmið að einfalda og minnka umfang íbúakosninga sveitarfélaga og auka vald sveitarfélaga hvað kosningarétt varðar í ráðgefandi íbúakosningum. Reglugerðinni er jafnframt ætlað að auka lýðræðisþátttöku og sjálfbærni sveitarfélaga og þannig efla sveitarstjórnarstigið í heild.
Lagt fram til kynningar.

13.Velferðarnefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2023

Málsnúmer 202303003Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis: til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991 (reglugerðarheimildir). 497. mál
Lagt fram til kynningar.

14.Velferðarnefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2023

Málsnúmer 202303003Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd: til umsagnar 509. mál húsnæðisstefna fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Lagt fram til kynningar.

15.Velferðarnefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2023

Málsnúmer 202303003Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis: til umsagnar 402. mál. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda inn umsögn sem lítur að kostnaðargreiningu á tillögunni.

16.Umhverfis- og samgöngunefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022-2023

Málsnúmer 202202078Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd: til umsagnar 73. mál Sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn).

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:57.