Fara í efni

Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023- 2024

Málsnúmer 202312019

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 450. fundur - 07.12.2023

Fyrir liggur erindi frá Matvælaráðuneytinu, bréf dagsett þann 1. desember sl. þar sem fram koma upplýsingar um úthlutun byggðakvóta innan sveitarfélagsins fiskveiðiárið 2023/2024.

Úthlutun til byggðarlaga í Norðurþingi er eftirfarandi:
Kópasker 15 þorskígildistonn (óbreytt á milli ára).
Raufarhöfn 164 þorskígildistonn (óbreytt milli ára).

Sveitarfélögum er gefinn frestur til 29. desember n.k. til að senda ráðuneytinu tillögur um sérreglur. Tillögur sveitarfélaganna verða síðan til kynningar í sjö daga áður en þær verða teknar til efnislegrar meðferðar.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir samsvarandi sérreglum og undanfarin ár sem eru eftirfarandi;

Norðurþing (breyting á viðmiðun um úthlutun, afmörkun landaðs afla, vinnsluskylda innan sveitarfélags).
Ákvæði reglugerðar nr. 1370/2022 gilda um úthlutun byggðakvóta Kópaskers og Raufarhafnar með eftirfarandi breytingum:

a)
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2022 til 31. ágúst 2023.

b)
Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli sem landað er í sveitarfélagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

c)
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1.september 2023 til 31. ágúst 2024.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma þessum óskum á framfæri við ráðuneytið.


Fylgiskjöl:

Sveitarstjórn Norðurþings - 141. fundur - 18.01.2024

Fyrir sveitarstjórn liggur að staðfesta bókun byggðarráðs frá 450 fundi ráðsins varðandi úthlutun byggðakvóta á fiskiveiði árinu 2023-2024. Bókunin var eftirfarandi:

Byggðarráð samþykkir að óska eftir samsvarandi sérreglum og undanfarin ár sem eru eftirfarandi;

Norðurþing (breyting á viðmiðun um úthlutun, afmörkun landaðs afla, vinnsluskylda innan sveitarfélags).
Ákvæði reglugerðar nr. 1370/2022 gilda um úthlutun byggðakvóta Kópaskers og Raufarhafnar með eftirfarandi breytingum:

a)
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2022 til 31. ágúst 2023.

b)
Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli sem landað er í sveitarfélagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

c)
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1.september 2023 til 31. ágúst 2024.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma þessum óskum á framfæri við ráðuneytið.
Samþykkt samhljóða.