Fara í efni

Tjaldsvæði Norðurþings - auglýsing eftir nýjum rekstraraðila

Málsnúmer 202402045

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 183. fundur - 12.03.2024

Umsóknarfrestur um rekstur tjaldsvæða Norðurþings á Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn rann út 29 febrúar sl. Alls bárust 4 umsóknir. Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um næstu skref í málinu.

Bergþór Bjarnason, fjármálastjóri kom á fundinn undir þessum lið.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að hefja viðræður við þá umsækjendur sem stóðust skilyrði útboðsins og ganga til samninga við hæfasta aðilann og leggja samninginn fyrir skipulags- og framkvæmdaráð þegar að hann liggur fyrir.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 190. fundur - 28.05.2024

Fyrir skipulags og framkvæmdaráði liggja leigusamningar við rekstraraðila á tjaldsvæðum Norðurþings, til samþykktar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi samninga.