Ósk um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Álfhól 9
Málsnúmer 202403030
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 183. fundur - 12.03.2024
Einar Páll Þórisson og Elva Héðinsdóttir óska byggingarleyfis fyrir viðbyggingu ofan á bílskúrsþak að Álfhóli 9 á Húsavík. Meðfylgjandi erindi eru teikningar unnar af Birki Kúld, byggingarfræðingi hjá BK Hönnun ehf. Viðbygging verði úr timbri og klæðning veggja að utan með loftræstri álklæðningu. Flatarmál viðbyggingar er 48,3 m². Meðfylgjandi umsókn er skriflegt samþykki nágranna að Uppsalavegi 8, 10 og 12, Baughóli 7 og 9 og Álfhóli 7.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur grenndarkynningu fullnægjandi og heimilar byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráformin þegar fullnægjandi gögn þar að lútandi hafa borist embættinu.