Erindi frá píludeild Völsungs
Málsnúmer 202403066
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 181. fundur - 26.03.2024
Píludeild Völsungs óskar eftir að fá afnot af norðurenda sundlaugarkjallarans undir pílustarfsemi. Stefna deildarinnar er að byggja upp aðstöðu fyrir almenning en einnig er haft í huga að opna fyrir barna- og unglingastarf. Píludeildin óskar eftir að aðkoma sveitarfélagsins verði efniskaup til að undirbúa aðstöðuna en stjórn og félagsmenn deildarinnar munu leggja til alla vinnu. Kjallarinn er svo gott sem fokheldur sem stendur.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 185. fundur - 09.04.2024
Á 181. fundi fjölskylduráðs 26. mars 2024, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir afnot píludeildar Völsungs af norðurenda sundlaugarkjallarans undir pílustarfsemi og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningi um afnotin. Fjölskylduráð vísar erindinu hvað varðar endurbætur á húsnæðinu til skipulags- og framkvæmdaráðs þar sem um endurbætur á eign Norðurþings er að ræða.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að taka þátt í verkefninu að upphæð 1.000.000,- til uppbyggingar á aðstöðu fyrir Píludeild Völsungs.
Fjölskylduráð vísar erindinu hvað varðar endurbætur á húsnæðinu til skipulags- og framkvæmdaráðs þar sem um endurbætur á eign Norðurþings er að ræða.