Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Heimgreiðslur til foreldra barna á leikskólaaldri.
Málsnúmer 202306085Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur heimgreiðslur til umfjöllunar.
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um heimgreiðslur á fundi ráðsins í apríl.
2.Ósk um samstarf við Hestamannafélagið Feyki
Málsnúmer 202403067Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur til umfjöllunar beiðni frá Hestamannafélaginu Feyki um samstarf á árinu 2024.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Hestamannafélagið Feyki um 250.000 krónur og heimilar undanþágu frá reglum um nýtingu frístundastyrkja vegna lengdar námskeiðis.
Fjölskylduráð fagnar framtaki Hestamannafélagsins Feykis um að efla æskulýðsstarf tengt hestum í Kelduhverfi og Öxarfirði.
Fjölskylduráð fagnar framtaki Hestamannafélagsins Feykis um að efla æskulýðsstarf tengt hestum í Kelduhverfi og Öxarfirði.
3.Erindi frá píludeild Völsungs
Málsnúmer 202403066Vakta málsnúmer
Píludeild Völsungs óskar eftir að fá afnot af norðurenda sundlaugarkjallarans undir pílustarfsemi. Stefna deildarinnar er að byggja upp aðstöðu fyrir almenning en einnig er haft í huga að opna fyrir barna- og unglingastarf. Píludeildin óskar eftir að aðkoma sveitarfélagsins verði efniskaup til að undirbúa aðstöðuna en stjórn og félagsmenn deildarinnar munu leggja til alla vinnu. Kjallarinn er svo gott sem fokheldur sem stendur.
Fjölskylduráð samþykkir afnot píludeildar Völsungs af norðurenda sundlaugarkjallarans undir pílustarfsemi og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningi um afnotin.
Fjölskylduráð vísar erindinu hvað varðar endurbætur á húsnæðinu til skipulags- og framkvæmdaráðs þar sem um endurbætur á eign Norðurþings er að ræða.
Fjölskylduráð vísar erindinu hvað varðar endurbætur á húsnæðinu til skipulags- og framkvæmdaráðs þar sem um endurbætur á eign Norðurþings er að ræða.
4.Ársreikningur og ársskýrsla Skotfélags Húsavíkur 2023
Málsnúmer 202403068Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar ársreikningur og ársskýrsla Skotfélags Húsavíkur fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar.
5.Fiskeldis- og sjávarútvegsskóli unga fólksins 2024
Málsnúmer 202403076Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Háskólanum á Akureyri um beiðni um að taka þátt í Fiskeldis- og sjávarútvegsskóla unga fólksins sumarið 2024.
Hugmyndin er að kenna skólann í sumar við fiskeldisfyrirtækin í Kelduhverfi. Þetta er skóli sem kenndur er í eina viku á hverjum stað og er samstarfsverkefni vinnuskóla sveitarfélaga, fyrirtækja í fiskeldi og Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Fyrirtækin greiða alfarið kostnað skólans, vinnuskólinn sendir sína starfsmenn í skólann og kennarar eru nemendur í sjávarútvegsfræði og líftækni við Háskólann á Akureyri.
Hugmyndin er að kenna skólann í sumar við fiskeldisfyrirtækin í Kelduhverfi. Þetta er skóli sem kenndur er í eina viku á hverjum stað og er samstarfsverkefni vinnuskóla sveitarfélaga, fyrirtækja í fiskeldi og Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Fyrirtækin greiða alfarið kostnað skólans, vinnuskólinn sendir sína starfsmenn í skólann og kennarar eru nemendur í sjávarútvegsfræði og líftækni við Háskólann á Akureyri.
Fjölskylduráð samþykkir erindið og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að útfæra þátttöku Norðurþings í verkefninu.
6.Víkingurinn 2024
Málsnúmer 202402099Vakta málsnúmer
Ákveðið var á síðasta ári að gera breytingar og sameina Vestfjarðarvíkinginn, Austfjarðartröllið og Norðurlands Jakann í eitt mót; Víkingurinn. Keppnin fer fram dagana 28.-30.júní og er ætlunin að heimsækja fjögur sveitarfélög og vera með tvær keppnisgreinar í hverju sveitarfélagi sem heimsótt er.
Í erindinu er kannaður vilji sveitarfélagsins til að taka þátt og þá halda keppnina í sveitarfélaginu. Einnig er sótt um gistingu og aðstöðu fyrir aðstandendur og keppendur, ásamt styrk að upphæð 250.000 kr.
Í erindinu er kannaður vilji sveitarfélagsins til að taka þátt og þá halda keppnina í sveitarfélaginu. Einnig er sótt um gistingu og aðstöðu fyrir aðstandendur og keppendur, ásamt styrk að upphæð 250.000 kr.
Fjölskylduráð sér sér ekki fært að taka þátt í verkefninu að þessu sinni.
7.Ungmennaráð 2023-2024
Málsnúmer 202310120Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar fundargerð Ungmennaráðs frá 27. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
Fjölskylduráð þakkar fyrir greinargóða fundargerð.
Fjölskylduráð þakkar fyrir greinargóða fundargerð.
8.Notendaráð fatlaðs fólks í Norðurþingi 2022-2026
Málsnúmer 202208006Vakta málsnúmer
4. fundargerð Notendaráðs fatlaðs fólks í Norðurþingi er lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:30.
Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri sat fundinn undir liðum 1-6.