Öxarfjarðarskóli - Áskorun frá skólaráði Öxarfjarðarskóla
Málsnúmer 202404061
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 185. fundur - 07.05.2024
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar áskorun um framkvæmdir við Öxarfjarðarskóla frá skólaráði Öxarfjarðarskóla.
Fjölskylduráð vísar áskorunum til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði. Ráðið tekur undir áskoranir skólaráðs Öxarfjarðarskóla og minnir jafnframt á viðhaldslista fjölskylduráðs sem vísað var til skipulags- og framkvæmdaráðs 23. janúar 2024.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 189. fundur - 14.05.2024
Á 185. fundi fjölskylduráðs 7.05.2024, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð vísar áskorunum til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði. Ráðið tekur undir áskoranir skólaráðs Öxarfjarðarskóla og minnir jafnframt á viðhaldslista fjölskylduráðs sem vísað var til skipulags- og framkvæmdaráðs 23. janúar 2024.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar skólaráði Öxarfjarðarskóla fyrir erindið. Ráðið felur sviðstjóra skipulags- og umhverfissviðs að koma með tillögur að úrbótum á vörumóttöku ásamt kostnaðarmati og leggja fyrir ráðið að nýju. Einnig felur ráðið sviðsstjóra að skoða stækkunarmöguleika leikskólalóðar og leggja fyrir ráðið að nýju. Ekki er gert ráð fyrir fjármagni í viðhald á sundlauginni í Lundi á árinu 2024.