Ósk um breytingu á landnotkun, úr afrétt í heimaland
Málsnúmer 202406001
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 192. fundur - 02.07.2024
Gunnar Björnsson Sandfelli óskar eftir samþykki sveitarstjórnar og Héraðsnefndar að breyta 215 hekturum á Ærlækjarhólmi í Öxarfirði úr afrétt í heimaland. Landið er að mestu í eigu Klifshaga 1 og svæðið afmarkast af vegi frá þjóðvegi 85 norðan við veg 866 niður að Sandárbrú. Þaðan niður með Sandá að ármótum við Brunná og þaðan meðfram þjóðvegi 85 að afleggjara á vegi 866.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að leita umsagnar um erindið hjá fjallskilanefnd Öxarfjarðar.