Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Ósk um breytingu á landnotkun, úr afrétt í heimaland
Málsnúmer 202406001Vakta málsnúmer
Gunnar Björnsson Sandfelli óskar eftir samþykki sveitarstjórnar og Héraðsnefndar að breyta 215 hekturum á Ærlækjarhólmi í Öxarfirði úr afrétt í heimaland. Landið er að mestu í eigu Klifshaga 1 og svæðið afmarkast af vegi frá þjóðvegi 85 norðan við veg 866 niður að Sandárbrú. Þaðan niður með Sandá að ármótum við Brunná og þaðan meðfram þjóðvegi 85 að afleggjara á vegi 866.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að leita umsagnar um erindið hjá fjallskilanefnd Öxarfjarðar.
2.Búðarvöllur
Málsnúmer 202203012Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti tillögur að yfirborðsfrágangi Búðarvalla.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu B01 sem lítur að yfirborðsfrágangi á götu og gangstéttum á Búðarvöllum. Ráðið felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að bjóða út jarðvegsvinnu.
3.Tillaga um lokun á Garðarsbraut fyrir akandi umferð
Málsnúmer 202406081Vakta málsnúmer
Umrætt svæði hefur gjarnan verið lokað á Mærudögum þar sem verslunar- og þjónustuaðilar hafa boðið upp á viðburði og veitingar til að glæða Húsavík lífi og gefist vel. Þessi tillaga opnar á þennan möguleika í samstarfi við sveitarfélagið, lögreglu og eigendur fasteigna á svæðinu.
Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi tillaga:
Undirrituð leggja til að kannað verði í samstarfi við fyrirtæki og íbúa á svæðinu sem um ræðir að loka Garðarsbraut fyrir akandi umferð milli Samkomuhúss og gatnamóta við Stangarbakka. Eigið það við um þann tíma sem verslunar- og þjónustuaðilar hyggist nýta sér lokunina með viðburðum eins og um helgar í kringum Mærudaga og mögulega aðrar helgar.
Bylgja Steingrímsdóttir
Eysteinn Heiðar Kristjánsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Á 146. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað um málið:
Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt með atkvæðum Aldeyjar, Benónýs, Bylgju, Eysteins, Hafrúnar, Helenu, Hjálmars og Ingibjargar.
Áki situr hjá.
Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi tillaga:
Undirrituð leggja til að kannað verði í samstarfi við fyrirtæki og íbúa á svæðinu sem um ræðir að loka Garðarsbraut fyrir akandi umferð milli Samkomuhúss og gatnamóta við Stangarbakka. Eigið það við um þann tíma sem verslunar- og þjónustuaðilar hyggist nýta sér lokunina með viðburðum eins og um helgar í kringum Mærudaga og mögulega aðrar helgar.
Bylgja Steingrímsdóttir
Eysteinn Heiðar Kristjánsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Á 146. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað um málið:
Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt með atkvæðum Aldeyjar, Benónýs, Bylgju, Eysteins, Hafrúnar, Helenu, Hjálmars og Ingibjargar.
Áki situr hjá.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tilfallandi götulokanir á umræddu svæði á tímabilinu frá 10. júlí til 12. ágúst 2024.
4.Umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi að Kaplaskjóli
Málsnúmer 202406086Vakta málsnúmer
Ásta Margrét Ásmundsdóttir óskar byggingarleyfis fyrir íbúðarhúsi á nýstofnaðri lóð úr landi Krummaholts í Reykjahverfi. Fyrir liggja teikningar af húsi unnar af Jónasi Hafþóri Jónssyni hjá Verkráði. Húsið er 65,3 m² að grunnfleti, auk 31,6 m² geymslurýmis í risi. Þess er jafnframt óskað að lóðin fái heitið Kaplaskjól í stað áður samþykkts heitis.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn.
5.Umsókn um stöðuleyfi fyrir veðurmastur
Málsnúmer 202406078Vakta málsnúmer
Landsvirkjun óskar stöðuleyfis til tveggja ára fyrir 100 m háu veðurmastri við Reyðará austan Húsavíkurfjalls. Mastrið verði staðsett við LiDAR mælitæki sem þar hefur verið frá í vetur. Meðfylgjandi erindi er afstöðumynd.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á stöðuleyfi fyrir mastrinu til 31. ágúst 2026.
6.Umsókn um endurnýjun stöðuleyfis fyrir hús Heimaxar við Ásbyrgi
Málsnúmer 202406082Vakta málsnúmer
Handverksfélagið Heimöx óskar eftir framlengingu stöðuleyfis fyrir handverkshúsi í Ásbyrgi.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framlengingu stöðuleyfis fyrir húsinu til loka júní 2025 svo fremi að skilað verði inn til skipulagsfulltrúa skriflegu samþykki umráðaaðila lands.
Fundi slitið - kl. 14:10.