Fara í efni

Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands

Málsnúmer 202406059

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 468. fundur - 20.06.2024

Fyrir byggðarráði liggur bréf til sveitarstjórna frá Markaðsstofu Norðurlands.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að skoða frekar þær leiðir sem lagðar eru til í bréfi Markaðsstofu Norðurlands og leggja fyrir ráðið að nýju.

Byggðarráð Norðurþings - 469. fundur - 04.07.2024

Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem óskað er eftir að sveitarstjórnir á svæðinu taki mál flugklasans til umfjöllunar og ræði hvort halda eigi áfram stuðningi við verkefnið og með hvaða hætti. Lagt er til að haldinn verði sameiginlegur fundur sveitarfélaga í lok sumars þar sem fulltrúar sveitarfélaga ræði saman og taki ákvörðun um framhaldið.
Byggðarráð er jákvætt fyrir sameiginlegum fundi með sveitarfélögum á svæðinu þar sem rætt verði um framhald verkefnisins um Flugklasann Air 66N.