Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

468. fundur 20. júní 2024 kl. 08:30 - 10:25 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá

1.Ketilsbraut 7-9, húsnæðisaðstæður

Málsnúmer 202312079Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað starfshóps sem settur var á fót í lok aprílmánaðar til að meta þá kosti sem eru í boði fyrir húsnæði stjórnsýslunnar með því markmiði að skila haldgóðri tillögu að framtíðarlausn fyrir stjórnsýsluhús á Húsavík.

Helstu verkefni starfshóps:
Greina starfsemi stjórnsýslu og meta stærð varanlegs húsnæðis fyrir starfsemina.
Skilgreina áskoranir og tækifæri við breytingu á húsnæði stjórnsýslunnar.
Meta kosti og galla þeirra leiða sem eru í boði.
Kostnaðargreina valkosti.
Leggja fram tillögur til byggðarráðs að varanlegri lausn fyrir starfsemi stjórnsýslu.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að farin verði leið 1 sem felur í sér endurbætur á Ketilsbraut 7-9. Það rými sem ekki þarf undir starfsemi stjórnsýsluhúss fái annað hlutverk fyrir aðra þætti starfsemi Norðurþings.
Samþykkt með atkvæðum Hafrúnar og Áka.
Hjálmar Bogi situr hjá.
Aldey og Benóný óska bókað að þau styðja að farin verði leið 1.

2.Staða á framkvæmdum

Málsnúmer 202306014Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur staða verkefna á framkvæmda og fjárfestingaráætlun 2024.
Lagt fram til kynningar.

3.Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands

Málsnúmer 202406059Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf til sveitarstjórna frá Markaðsstofu Norðurlands.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að skoða frekar þær leiðir sem lagðar eru til í bréfi Markaðsstofu Norðurlands og leggja fyrir ráðið að nýju.

4.Fundargerðir SSNE 2024

Málsnúmer 202401065Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 64. fundar stjórnar SSNE haldinn þann 5 júní sl.
Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401083Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 948. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31. maí sl.
Lagt fram til kynningar.

6.Umsóknir um aflamark á Raufarhöfn

Málsnúmer 202406065Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni frá Byggðarstofnun vegna úthlutunar aflamarks á Raufarhöfn.
Sveitarfélagið gerir ekki athugasemdir við tillögu Byggðastofnunar og treystir á að stofnunin úthluti aflaheimildum til samræmis við meginmarkmið verkefnisins. Lykilatriði fyrir sveitarfélagið Norðurþing er að úthlutun auki stöðuleika og fjölgi störfum til lengri tíma.

7.Kostnaðaráætlun nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík

Málsnúmer 202104106Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur samkomulag um breytt fyrirkomulag vegna byggingar hjúkrunarheimilis á Húsavík fyrir allt að 60 rými. Með undirritun þessa samkomulags falla úr gildi samkomulag dags. 22. febrúar 2019, ásamt viðbót undirritað 1. júní 2023.
Byggðarráð samþykkir samkomulagið og vísar því til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 10:25.