Styrkumsókn vegna kaldavatns heimlagnar í Heimskautsgerði
Málsnúmer 202408037
Vakta málsnúmerOrkuveita Húsavíkur ohf - 257. fundur - 19.08.2024
Heimskautsgerðið hefur verið í byggingu í vel á annan áratug þar sem mikið verk er að baki en miklu verki er enn ólokið. Þrátt fyrir hálfklárað verk hefur Gerðið mikið aðdráttarafl fyrir Raufarhöfn og dregur nú þegar að sér þónokkurn fjölda ferðamanna á ári, u.þ.b. 20-25 þúsund gesti.
Heimskautsgerðið er byggt fyrir almannafé, nær eingöngu fyrir styrki. Óskað er eftir styrk frá OH til að koma kaldavatns heimlögn að þjónustumiðstöð og klósettum við Gerðið.
Heimskautsgerðið er byggt fyrir almannafé, nær eingöngu fyrir styrki. Óskað er eftir styrk frá OH til að koma kaldavatns heimlögn að þjónustumiðstöð og klósettum við Gerðið.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. felur rekstrarstjóra að afla frekari gagna og leggja fyrir stjórn að nýju.