Orkuveita Húsavíkur ohf
Dagskrá
1.Umsókn um styrk úr Samfélagssjóði OH vegna tónleika í Heimskautsgerðinu
Málsnúmer 202406090Vakta málsnúmer
Umsóknum styrk í samfélagssjóð OH vegna tónleika í Heimskautsgerðinu á Raufarhöfn.
2.Styrkumsókn vegna kaldavatns heimlagnar í Heimskautsgerði
Málsnúmer 202408037Vakta málsnúmer
Heimskautsgerðið hefur verið í byggingu í vel á annan áratug þar sem mikið verk er að baki en miklu verki er enn ólokið. Þrátt fyrir hálfklárað verk hefur Gerðið mikið aðdráttarafl fyrir Raufarhöfn og dregur nú þegar að sér þónokkurn fjölda ferðamanna á ári, u.þ.b. 20-25 þúsund gesti.
Heimskautsgerðið er byggt fyrir almannafé, nær eingöngu fyrir styrki. Óskað er eftir styrk frá OH til að koma kaldavatns heimlögn að þjónustumiðstöð og klósettum við Gerðið.
Heimskautsgerðið er byggt fyrir almannafé, nær eingöngu fyrir styrki. Óskað er eftir styrk frá OH til að koma kaldavatns heimlögn að þjónustumiðstöð og klósettum við Gerðið.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. felur rekstrarstjóra að afla frekari gagna og leggja fyrir stjórn að nýju.
3.Ósk um að Orkuveita Húsavíkur ohf.verði styrktaraðili Íþróttafélagsins Þingeyings.
Málsnúmer 202408038Vakta málsnúmer
Íþróttafélagið Þingeyingur er félag stofnað 2021 sem starfar í Kelduhverfi, Öxarfirði og Kópaskeri með sitt helsta markmið að auka og efla hversskyns hreyfingu íbúa í Öxarfirði með áherslu á hreyfingu ungmenna, ásamt tækjaeigna og aðstöðusköpun til íþrótta. Leitar því félagið eftir við Orkuveitu Húsavíkur ohf. um að verða styrktaraðili íþróttafélagssins.
Meirihluti Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir að styrkja Íþróttafélagið Þingeying um 200.000 kr. úr samfélagssjóði OH.
Undirritaður situr hjá við afgreiðsluna þar sem verklag við úthlutanir í samfélagsverkefni er ómarkvisst. Ég hvet til þess að Orkuveitan taki upp verklag sem allar aðrar orkuveitur í landinu fara, þ.e. að auglýsa einu sinni á ári eftir styrkjum í samfélagsverkefni og leggja svo mat á þær umsóknir allar í einu og afgreiða á einum stjórnarfundi.
Valdimar Halldórsson
Umsóknum í samfélagssjóð OH hefur fjölgað mikið á árinu 2024 og leggja undirritaðir til að úthlutunarreglur samfélagssjóð OH verði yfirfarðar á næsta fundi OH.
Eysteinn Heiðar Kristjánsson og Sigurgeir Höskuldsson.
4.Ósk um styrk úr samfélagssjóð OH.
Málsnúmer 202408039Vakta málsnúmer
Skotfélag Húsavikur sækir hér með formlega um styrk úr samfélagssjóði Orkuveitu Húsavíkur ohf. til frekari uppbyggingar á athafnarsvæði félagsins.
Meirihluti Stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir að styrkja Skotfélag Húsavíkur um 75.000 kr. úr samfélagssjóði OH.
Undirritaður situr hjá við afgreiðsluna þar sem verklag við úthlutanir í samfélagsverkefni er ómarkvisst. Ég hvet til þess að Orkuveitan taki upp verklag sem allar aðrar orkuveitur í landinu fara, þ.e. að auglýsa einu sinni á ári eftir styrkjum í samfélagsverkefni og leggja svo mat á þær umsóknir allar í einu og afgreiða á einum stjórnarfundi.
Valdimar Halldórsson
Umsóknum í samfélagssjóð OH hefur fjölgað mikið á árinu 2024 og leggja undirritaðir til að úthlutunarreglur samfélagssjóð OH verði yfirfarðar á næsta fundi OH.
Eysteinn Heiðar Kristjánsson og Sigurgeir Höskuldsson.
Undirritaður situr hjá við afgreiðsluna þar sem verklag við úthlutanir í samfélagsverkefni er ómarkvisst. Ég hvet til þess að Orkuveitan taki upp verklag sem allar aðrar orkuveitur í landinu fara, þ.e. að auglýsa einu sinni á ári eftir styrkjum í samfélagsverkefni og leggja svo mat á þær umsóknir allar í einu og afgreiða á einum stjórnarfundi.
Valdimar Halldórsson
Umsóknum í samfélagssjóð OH hefur fjölgað mikið á árinu 2024 og leggja undirritaðir til að úthlutunarreglur samfélagssjóð OH verði yfirfarðar á næsta fundi OH.
Eysteinn Heiðar Kristjánsson og Sigurgeir Höskuldsson.
5.6 mánaða rekstrarstaða Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2024
Málsnúmer 202408040Vakta málsnúmer
Yfirferð á rekstri fyrstu 6 mánuði ársins.
Rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur fór yfir 6 mánaðar uppgjör. Stjórn þakkar góða yfirferð.
6.Kynning rekstrarstjóra á stöðu mála
Málsnúmer 202208057Vakta málsnúmer
Kynning rekstrarstjóra á stöðu mála
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar góða kynningu rekstrarstjóra á stöðu helstu verkefna.
Fundi slitið - kl. 15:20.
Undirritaður situr hjá við afgreiðsluna þar sem verklag við úthlutanir í samfélagsverkefni er ómarkvisst. Ég hvet til þess að Orkuveitan taki upp verklag sem allar aðrar orkuveitur í landinu fara, þ.e. að auglýsa einu sinni á ári eftir styrkjum í samfélagsverkefni og leggja svo mat á þær umsóknir allar í einu og afgreiða á einum stjórnarfundi.
Valdimar Halldórsson
Umsóknum í samfélagssjóð OH hefur fjölgað mikið á árinu 2024 og leggja undirritaðir til að úthlutunarreglur samfélagssjóð OH verði yfirfarðar á næsta fundi OH.
Eysteinn Heiðar Kristjánsson og Sigurgeir Höskuldsson.