Fara í efni

Erindi vegna gjaldskrárbreytingar OH fyrir árið 2025

Málsnúmer 202411010

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 261. fundur - 25.11.2024

Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. barst erindi frá Framsýn stéttarfélagi um að endurskoða fyrirliggjandi gjaldskrárbreytingu félagssins.
Erindi Framsýnar var gagnlegt fyrir okkur í stjórn OH. Undirritaður ítrekar þá skoðun sína að gjaldskrárhækkanir fyrir heitt og kalt vatn uppá 5,0-7,6%, sem var viðmiðið í nýsamþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2025, eru of háar og ekki til þess fallnar að draga úr verðbólgu. Sveitarstjórn tekur á næstunni endanlega ákvörðun um breytingar á gjaldskrám á köldu vatni og fráveitu og hvetur undirritaður til þess að vatnsgjaldahluti fasteignagjalda Norðurþings verði lækkaður til hagsbóta fyrir íbúa í sveitarfélaginu.

Valdimar Halldórsson

Stjórn OH tók ákvörðun um 5,0% gjaldskrárhækkun á hitaveitu. Stjórn OH tekur ekki ákvörðun um gjaldskrárhækkanir fyrir vatns- og fráveitu, það er í höndum sveitarstjórnar.
Umrædd tillaga að hafa 3,5% hækkun í stað 5,0% hækkun samsvarar 136 kr. breytingu á kostnaði á mánuði fyrir meðal heimili á Húsavík. Þessi gjaldskrárbreyting eins og samþykkt var 29. október er minni en hjá flestum öðrum veitum. Raunlækkun á gjaldskrá hitaveitu á Húsavík er 13,5% síðast liðin 10 ár. Það er því ljóst að góður rekstur OH hefur skilað sér beint til þeirra sem notenda hitaveitunnar.

Sigurgeir Höskuldsson og Bylgja Steingrímsdóttir