Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

261. fundur 25. nóvember 2024 kl. 13:00 - 14:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Valdimar Halldórsson varaformaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Benedikt Þór Jakobsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Benedikt Þór Jakobsson Rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur
Dagskrá

1.Erindi vegna gjaldskrárbreytingar OH fyrir árið 2025

Málsnúmer 202411010Vakta málsnúmer

Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. barst erindi frá Framsýn stéttarfélagi um að endurskoða fyrirliggjandi gjaldskrárbreytingu félagssins.
Erindi Framsýnar var gagnlegt fyrir okkur í stjórn OH. Undirritaður ítrekar þá skoðun sína að gjaldskrárhækkanir fyrir heitt og kalt vatn uppá 5,0-7,6%, sem var viðmiðið í nýsamþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2025, eru of háar og ekki til þess fallnar að draga úr verðbólgu. Sveitarstjórn tekur á næstunni endanlega ákvörðun um breytingar á gjaldskrám á köldu vatni og fráveitu og hvetur undirritaður til þess að vatnsgjaldahluti fasteignagjalda Norðurþings verði lækkaður til hagsbóta fyrir íbúa í sveitarfélaginu.

Valdimar Halldórsson

Stjórn OH tók ákvörðun um 5,0% gjaldskrárhækkun á hitaveitu. Stjórn OH tekur ekki ákvörðun um gjaldskrárhækkanir fyrir vatns- og fráveitu, það er í höndum sveitarstjórnar.
Umrædd tillaga að hafa 3,5% hækkun í stað 5,0% hækkun samsvarar 136 kr. breytingu á kostnaði á mánuði fyrir meðal heimili á Húsavík. Þessi gjaldskrárbreyting eins og samþykkt var 29. október er minni en hjá flestum öðrum veitum. Raunlækkun á gjaldskrá hitaveitu á Húsavík er 13,5% síðast liðin 10 ár. Það er því ljóst að góður rekstur OH hefur skilað sér beint til þeirra sem notenda hitaveitunnar.

Sigurgeir Höskuldsson og Bylgja Steingrímsdóttir

2.Útgáfa skuldabréfa Mýsköpunar ehf. með rétti til að breyta skuld í hlutafé í félaginu.

Málsnúmer 202411028Vakta málsnúmer

Hluthafafundur Mýsköpunar ehf.hefur samþykkt tillögu um útgáfu skuldabréfa að fjárhæð allt að 100.000.000 króna samanlagt, sem veita kröfuhöfum rétt (eftir atvikum, skyldu) til að breyta skuld samkvæmt skuldabrénu í hlutafé í félaginu.
Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggur fyrir að taka afstöðu hvort OH taki þátt í kaupum skuldabréfs.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar boð um þátttöku. Stjórn OH samþykkir að taka ekki þátt í skuldabréfakaupum hjá Mýsköpun ehf.

3.Orkustöðin Hrísmóum 1

Málsnúmer 202411058Vakta málsnúmer

Farið yfir framvindu ásamt kostnaðaráætlun vegna breytinga og flutninga.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir fyrirliggjandi kostnaðaráætlun vegna breytinga á Orkustöðinni við Hrísmóa 1.

4.Kynning rekstrarstjóra á stöðu mála

Málsnúmer 202208057Vakta málsnúmer

Rekstrarstjóri fer yfir helstu mál Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar góða yfirferð rekstrarstjóra.

Fundi slitið - kl. 14:45.